Skráð 31. jan. 2023
Deila eign
Deila

Skíðabraut 7B

EinbýlishúsNorðurland/Dalvík-620
166.2 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
45.900.000 kr.
Fermetraverð
276.173 kr./m2
Fasteignamat
33.300.000 kr.
Brunabótamat
62.250.000 kr.
Byggt 1930
Garður
Útsýni
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2155182
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
1
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Talið í lagi
Raflagnir
Talið í lagi
Frárennslislagnir
Talið í lagi
Gluggar / Gler
Búið er að endurnýja hluta af gluggum og gleri
Þak
Talið í lagi
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Skíðabraut 7B / Jónínubúð á Dalvík - Paradís útivistarfólksins -Virkilega skemmtilegt einbýlishús á góðum stað á Dalvík sem hefur verið innréttað sem skíðaskáli
Húsið er með skráð byggingarár 1930 og 1977 en þá var byggt við það til norðurs. Núverandi eigendur keyptu eignina árið 2011 og fóru þá í miklar endurbætur. 

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, fjögur svefnherbergi, snyrtingu, baðherbergi og rúmgóða skíðastofu.

Forstofa er með flísum á gólfi. 
Eldhús, handsmíðuð innrétting af eigendum, klædd með bandsöguðu Birki úr Heiðmörk og flísar á gólfi. Eldhúsborðið er einnig smíðað af eigendum með efni úr þakinu á gamla leikhúsinu á Dalvík. 
Skíðastofan er um 45 m² alrými sem skiptist í stofu, borðstofu og aðstöðuhorn fyrir skíði o.fl. Gólfið er timburgólf úr rekaviði af Skaga. Gólfið er lektað upp með 30 mm listum og liggja ofnalagnir í rýminu milli lekta. Loftið er tekið upp og betrekað með íslenskum landakortum. Gluggar eru til tveggja átta og gönguhurð út. 
Svefnherbergin eru fjögur, öll ágætlega rúmgóð. Möguleiki er að koma fyrir fimmta herberginu.
Baðherbergi er með epoxy efni á gólfi, handlaug og sturtu með skilrúmi úr rekaviði. Tengi er inni á baðherberginu fyrir þvottavél. Hurð er út af baðherberginu á verönd sem er með heitum potti/skel.
Lítil snyrting er við hliðina á baðherberginu með flísum á gólfi. 

Á baklóðinni er verönd, bæði úr rekaviði og hellum og með heitum potti - Útsýni úr pottinum yfir Flæðurnar,  fuglafriðland Svarfdæla

Við endurbætur á eigninni fengu margir hlutir nýtt líf,  flutt voru á staðinn um 4,5 tonn af rekaviði frá Skagaströnd, fengið heillegt efni úr kaupfélagshúsinu á Dalvík þegar þar var unnið að þakframkvæmdum og afgangsflísar frá flísabúðum. Þá var efni í innréttingar keypt í Efnissölunni og klæðning á eldhúsinnréttingu hjá skógræktinni í Heiðmörk. 

Hluti af húsbúnaði getur fylgt með við sölu eignar.
Möguleiki á ljósleiðara er til staðar.

Hér er um að ræða einstaka eign sem hentar vel fyrir stórfjölskylduna eða hverskyns útivistarhópa.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
BD
Björn Davíðsson
Löggiltur fasteignsali
GötuheitiPóstnr.m2Verð
620
111
44,9
600
113.8
45

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Öldugata 5
Skoða eignina Öldugata 5
Öldugata 5
620 Dalvík
111 m2
Einbýlishús
513
405 þ.kr./m2
44.900.000 kr.
Skoða eignina Fjólugata 2
Skoða eignina Fjólugata 2
Fjólugata 2
600 Akureyri
113.8 m2
Fjölbýlishús
523
395 þ.kr./m2
45.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache