Kauptilboði hefur verið tekið í eignina með fyrirvara.......
Fasteignasala Kópavogs / Gunnlaugur Hilmarsson kynna: Glæsilegt 213,9m2 parhús á tveimur hæðum, þar af er bílskúr 27,6m2, á mjög góðum stað við Asparteig 6, 270 Mosfellsbæ.
Nánari lýsing:
Fyrsta hæð: Forstofa er flísalögð og með fataskáp. Eldhús er rúmgott og bjart með eyju, fallega innréttingu, gott skápapláss og góða vinnuaðstöðu, með góðum tækjum og parket á gólfi. Borðstofa er í opnu rými með eldhúsi og stofu. Útgengt er úr borðstofu út á verönd. Stofa er rúmgóð og björt með parket á gólfi. Rúmgott svefnherbergi, með fataskáp, er inn af borðstofu, parket á gólfi. Baðherbergi er með flísalagða veggi og gólf, sturtuklefa og handklæðaofni. Geymsla er undir stiga sem er upp á efri hæð.
Úr forstofugangi er innangengt inn í bílskúr. Bílskúr er rúmgóður með góða lofthæð og gönguhurð.
Steypt plata er komin fyrir 26,5m2 sólstofu sem búið er að fá samþykkta og teikna.
Efri hæð: Parketlagður stigi er upp á efri hæð. Gangur og rúmgott sjónvarpsherbergi er með parket á gólfi. Úr sjónvarpsherbergi er útgengt út á svalir. Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru á hæðinni með parket á gólfum og er eitt herbergjanna með fataskáp. Baðherbergi er rúmgott með ljósri innréttingu, baðkari með sturtuaðstöðu og upphengdu salerni, gólf og veggir eru flísalagðir. Inn af sjónvarpsherbergi er gott þvottahús með innréttingu með vaski, góðu skápa og hilluplássi, gólf og veggir flísalagðir.
Bakatil er lóðin er með trjágróðri og grófjöfnuð. Að framan er innkeyrsla með möl.
Húsið er á frábærum rólegum stað í enda götu. Staðsetning frábær þar sem stutt er í fallegar gönguleiðir og í miðbæ Mosfellsbæjar þar sem öll þjónusta er fyrir hendi þ.e. leikskóli, grunnskóli, verslun, heilsugæsla, sundlaug og íþróttarhús.
Afhending við kaupsamning
Allar upplýsingar veitir Gunnlaugur Hilmarsson, löggildur fasteignasali og viðskiptafræðingur, í síma 777 56 56, og á skrifstofu í síma 517 26 00 eða á heimasíðu okkar www.fastko.is
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi –0,8% af heildarfasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk. sbr. Kauptilboði.