Skráð 1. sept. 2022
Deila eign
Deila

Sunnuhlíð 10

SumarhúsNorðurland/Grenivík-616
137.2 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
69.900.000 kr.
Fermetraverð
509.475 kr./m2
Fasteignamat
34.050.000 kr.
Brunabótamat
53.700.000 kr.
Byggt 2009
Útsýni
Sérinng.
Fasteignanúmer
2320504
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
1
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala

Sunnuhlíð 10 

Mjög skemmtilegur sumarbústaður sem er heilsárshús staðsettur ofan byggðarinnar á Grenivík með nýbyggðu aðstöðuhúsi og heitum potti og köldu kari á steyptri verönd. Frábært útsýni er í suður inn Eyjafjörðinn og út á sjóinn til norðurs. Á Grenivík er verslun, sundlaug, veitingastaður og fleira. Þá er svæðið við Kaldbak frábært útivistarsvæði hvort sem er að sumri eða vetri, stutt er í Hvalvatnsfjörður og á Flateyjardal. Grenivík er í um 30 mín. akstursfjarlægð frá Akureyri. 


Eignin skiptist í forstofu, snyrtingu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofu, geymslu/lagnarými, geymsluloft og sólskála. 

Forstofa er með flísar á gólfi. 
Salerni inn af forstofu er með flísar á gólfi og handlaug. 
Svefnherbergi eru fjögur, öll með parket á gólfi og þrjú þeirra með fataskáp. Eitt þeirra er við forsofu önnur inn á svefnherbergisgangi sem einnig er parketlagður.
Baðherbergi með flísar á gólfi, sturtu og hvítri innréttingu með góðu skápaplássi þar sem er stæði fyrir þvottavél og þurrkara. Útgengt er út á verönd beint af baðherbergi.
Eldhús og stofa eru í opnu og björtu rými með frábæru útsýni til norðurs, yfir Grenivík og út fjörðinn. 
Eldhús er með hvíta innréttingu, dökka bekkjarplötu og stæði fyrir uppþvottavél. 
Stofa er björt með parket á gólfi eins og eldhús. Úr stofu er gengið út í sólskála og þaðan útgengt á verönd í gegnum rennihurð.
Geymsluloft yfir húsinu eru um 30 fermetra flötur aðgengilegur um fellistiga í forstofu. Þar er góð lýsing og kjörin aðstaða. 
Geymsla og lagnarými er aðeins aðgengileg að utan og er á norðausturhorni hússins. 

Aðstöðuhús er nýbyggt bárujárnsklætt timburhús einangrað með ull, steyptu gólfi og rafmagni m.a. þriggja fasa tengill. Þar er innkeyrsluhurð með inngönguhurð. Frábær aðstaða fyrir snjósleða, fjórhjól, kajak eða önnur leiktæki til að njóta náttúrunnar í nágrenninu. 
 
Annað: 
-Hiti í gólfum er í húsinu og skynjarar í hverju rými
-Vandað valma þak 
-Steypt plata undir húsinu
-Verönd í kringum hús er steypt, um 70 fm.
-Bílastæði norðan við húsið er um 150 fm. en þar er búið að jarðvegsskipta
-Hitaveitupotti á verönd er stýrt úr lagnarými
-Eignin er afar viðhaldslítil 
-Mjög skemmtileg eign á vaxandi svæði
-Gott berjaland fyrir ofan bústað þar sem eru bæði kræki- og bláber. 
-Töluvert hefur verið gróðursett á lóðinni af lerki, birki og furu.
-Leigulóð 5.238 fm. 
-Árgjald í félag sumarhúsaeiganda á svæðinu er 7.000 kr á ári. 
-Mokstri á svæðinu er vel sinnt samkvæmt eiganda

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
olafur@byggd.is
greta@byggd.is
bjorn@byggd.is
berglind@byggd.is

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2022
18 m2
Fasteignanúmer
2320504
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
8 - Í notkun
Mynd af Björn Guðmundsson
Björn Guðmundsson
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache