***VINSAMLEGAST BÓKIÐ SKOÐUN Í SÍMA 767-0000***
Fasteignasalan TORG kynnir: Virkilega fallegt fjögurra herbergja raðhús á tveimur hæðum við Lyngholt 17, Álftanesi. Eignin er skráð 174,8 fm og skiptist í 3 mjög rúmgóð svefnherbergi, eldhús, stofu/borðstofu, baðherbergi með bæði sturtu og baðkari, þvottahús inn af baðherbergi, gestasalerni, sjónvarpshol, anddyri og bílskúr. Allar nánari upplýsingar veitir Darri Örn Hilmarsson, löggiltur fasteignasali, í síma: 767-0000 eða með tölvupósti: darri@fstorg.is.
Nánari lýsing: Komið er inn í flísalagða
forstofu með fataskápum. Inn af forstofu er opin og björt
stofa og borðstofa með gólfsíðum gluggum og fallegu útsýni til fjalla.
Eldhúsið er inn af borðstofunni og var það hannað af
Sesselju Thorberg árið 2017. Eldhúsið er sérsmíðað með einstaklega skemmtilegu geymslurými, innbyggðri uppþvottavél, span helluborði og hangandi viftu. Einnig endurhannaði hún forstofuna og stigahandrið en það er úr smiðajárni og setur fallegan svip á stofuna. Á neðri hæðinn er
gesta salerni og innangengt inn í rúmgóðan
bílskúr með gólfhita. Á efri hæðinni eru
þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi. Hjónaherbergið er með fataherbergi og útgengi út á stórar svalir til suðurs.
Baðherbergið er einnig mjög rúmgott með baðkari og flísalögðum sturtuklefa. Inn af baðherbergi er
þvottahús. Á efri hæðinni er einnig mjög
rúmgott hol sem gæti nýst sem vinnuaðstaða eða sjónvarpsrými. Gólfhiti er í allri eigninni og einnig í bílsskúr. Einstaklega skemmtileg eign í rólegri götu á fallegum stað á Álftanesinu.
Allar nánari upplýsingar veitir Darri Örn Hilmarsson, löggiltur fasteignasali, í síma: 767-0000 eða með tölvupósti: darri@fstorg.is.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.