Bakkatröð 3 Eyjafjarðarsveit - Rúmgott 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum og með tvöföldum bílskúr - stærð 294,2 m²
Eignin er timburhús frá SG Hús, byggt árið 2009 og er það klætt að utan með bárustáli.
Eignin skiptist með eftirtöldum hætti,
Neðri hæð, 195,9 m²: Forstofa, eldhús, stofa, hol, svefnherbergi, snyrting, bakinngang, þvottahús, geymslu og bílskúr.
Efri hæð, 98,3 m²: Sjónvarpshol, tvö barnarherbergi, baðherbergi og mjög rúmgott hjónaherbergi með sér baðherbergi inn af.
Forstofa er með flísum á gólfi.
Eldhús, sérsmíðuð spónlögð eikar innrétting og eyja með mjög góðu skápa- og bekkjarplássi. Korkur er á gólfi. Úr eldhúsi er hurð út á verönd.
Stofa er með svörtum flísum á gólfi, gluggum til tveggja átta og tvöfaldri hurð út til austurs á baklóð þar sem búið er að jarðvegsskipta fyrir verönd. Timburstigi er úr stofunni upp á efri hæðina.
Svefnherbergin eru fjögur, eitt á neðri hæðinni, rúmgott og með plast parketi á gólfi og þrjú á efri hæðinni, tvö barnaherbergi, bæði með plast parketi á gólfi og mjög rúmgott hjónaherbergi með plast parketi á gólfi og baðherbergi inn af. Á baðherberginu eru flísar á gólfi og hluta veggja, hvít innrétting, upphengt wc, handklæðaofn, baðkar, sturta og opnanlegur gluggi.
Sjónvarpshol er með harð parketi á gólfi, stórum glugga til austus og hurð út á norðaustur svalir.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, hvítri innréttingu, upphengdu wc, handklæðaofni, sturtuklefa og opnanlegum glugga.
Snyrting, flísar á gólfi, hvít innrétting, upphengt wc og opnanlegur gluggi.
Hol á neðri hæðinni er með ljósu plast parketi á gólfi.
Bakinngangur er með flísum á gólfi.
Þvottahús, flísar á gólfi og hvít L-laga innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Úr þvottahúsinu er gengið inn í bílskúr og geymslu.
Geymsla er með steyptu gólfi og í loftinu er fellistigi upp á geymsluloft sem er yfir bílskúrnum.
Bílskúr er skv. teikningu 54,5 m² að stærð, með tveimur rafdrifnum innkeyrsluhurðum og einni gönguhurð. Flísar eru á hluta af gólfi, annars er það steypt. Fyrir framan bílskúrinn er steypt bílaplan með hitalögnum í, lokað kerfi. Einnig eru hitalagnir í steyptri verönd fyrir framan húsið.
Annað
- Fyrir framan húsið og með suðurhliðinni er verönd, steypt og timbur, með timbur skjólveggjum, grillskýli og heitum pott.
- Varmaskiptir er á neysluvatninu.
- Gólfhiti er á allri neðri hæðinni og á baðherbergjum á efri hæðinni.
- Áætlað fasteignamat fyrir árið 2023 er kr. 93.300.000.-
- Eignin er í einkasölu