Jóhannes E. Levy löggiltur fasteignasali kynnir í einkasölu:
Þriggja herbergja 96 fm íbúð á 2. hæð í nýlegu lyftuhúsi við Lynggötu 3 í Urriðaholtinu, Garðabæ. Sér stæði í bílgeymslu (B07) fylgir eigninni. Eignin skiptist þannig að íbúðin sjálf er 86,4 fm og sér geymsla á jarðhæð er 9,3 fm, samtals 95,7 fm skv. HMS.
Nánari lýsing: Forstofa með skáp. Baðherbergi með hvítri innréttingu, flísalögð sturta með glervegg, flísar á gólfi og veggjum að hluta. Innaf baðherberginu er flísalagt þvottahús. Tvö svefnherbergi (þ.m.t. hjóna), skápar í báðum. Stofa og eldhús í björtu alrými, útgengi á suðursvalir 6,7 fm. Eldhúsið er með hvítri innréttingu og eyju, AEG tæki, uppþvottavél, ísskápur og frystir eru innbyggð og
fylgja, ofn, helluborð og háfur. Aukin lofthæð er í íbúðinni eða 264 sentimetrar.
Gólfefni íbúðarinnar eru að mestu leyti harðparket, en flísar eru á baðherbergi og þvottahúsi.
Sér geymsla í kjallara og sér stæði í bílgeymslu ásamt hefðbundinni sameign m/hjóla og vagnageymslu.
Væntanlegir kaupendur geta látið setja hleðslustöð við stæðið í bílgeymslu fyrir rafmagnsbíl en lagnir og útfærsla til staðar, framkvæmt af húsfélaginu.
Um er að ræða vel staðsetta eign í þessu vinsæla hverfi, stutt í alla þjónustu og skóla.
Nánari upplýsingar veitir Jóhannes E. Levy, löggiltur fasteignasali
í síma
7721050 eða
tölvupósti