*** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA ***
Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali s. 893 3276 og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu: Vel skipulagða og bjart 3ja herbergja íbúð með sérinngangi og bílskúr. Samkvæmt fasteignaskrá er húsið samtals 129,1 fm. þ.a. er íbúðarhluti 100,9 fm. og bílskúr 28,2 fm. Íbúðin er á 2 hæð í snyrtilegu fjögurra íbúða fjölbýlishúsi sem er einstaklega vel staðsett er miðsvæðis í Þorlákshöfn þar sem örstutt er í leik- og grunnskóla, sundlaug og íþróttasvæði, verslanir, þjónustuhús eldri borgara og aðra þjónustu. Einstaklega fallegt útsýni er úr íbúðinni í suður yfir sjóinn og út í Hafnarnes.
Skipulag eignar: Forstofa, borðstofa / stofa, 2 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, hol / gangur, þvottahús, geymsla og bílskúr.
Hafið samband við Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali í s. 893 3276 til að frá frekari upplýsingar um eignina og bóka skoðun.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXLýsing eignar:Anddyri: Komið er inn í flísalagða forstofu.
Borðstofa / stofa: Rúmgóð og björt, útgengi út á suður svalir, parket á gólfi.
Mögulegt er að stúka af hluta stofunnar og búa til svefnherbergi. Eldhús: Með góðri hvítri innréttingu, eldavél/ofn/vifta, rúmgóður borðkrókur, dúkur á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með góðum fataskápum, dúkur á gólfi.
Svefnherbergi 2: Gott herbergi, dúkur á gólfi.
Hol / gangur: Rúmgott, með parket á gólfi.
Baðherbergi: Með hvítri innrétting, sturtuklefi, dúkur á gólfi.
Þvottahús: Nýleg hvít innrétting, tengi fyrir þvottavél / þurrkara, skolvaskur, dúkur á gólfi.
Geymsla: Á neðri hæð er 4, 5 fm. sérgeymsla, málað gólf.
Bílskúr: Sérstæður 28, 2 fm. bílskúr, innkeyrsluhurð, rafmagn og hiti, heitt og kalt vatn, rafdrifin bílskúrshurðaopnari, málað gólf.
Húsið: Er staðsteypt á tveimur hæðum, byggt 1998, í húsinu er fjórar eignir.
Lóð: Sameiginleg gróin lóð er 2967,8 fm., bílastæði og bílaplan eru sameign, eigendur bílageymsla hafa forgangsrétt af bílastæðum framan við sína bílskúra.
Staðsetning: Smellið hér.AÐ sögn eiganda er er búið er að endurnýja eftirfarandi:* Skipt um gler að hluta í íbúðinni.
Hér er um að ræða einstaklega áhugaverða og vel staðsetta eign miðsvæðis í Þorlákshöfn. Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast:Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í síma 893-3276 eða holmar@helgafellfasteignasala.is.
Ertu í fasteignahugleiðingum - Þarftu að selja eignina þína? Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni, sanngjörn söluþóknun, sláið á þráðinn í síma 893 3276.Þorlákshöfn:Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi.