Forstofa er flísalögð og gengið er í þvottahús frá forstofu. Þvottahús er í kjallara og þar er einnig góð geymsla.
Steyptur teppalagður stigi er upp í íbúð. Nýlegt teppi á stiga.
Hol er parketlagt.
Á baðherbergi eru flísar bæði á gólfi og á veggjum, þar er góð innrétting, upphengt salerrni og stór flísalagður sturtuklefi, stúkaður af með gleri.
Stofa og borðstofa hafa parket á gólfi og hurð er út á svalir frá stofu.
Í eldhúsi er parket á gólfi, þar er ný innrétting með marmaraborðplötu ásamt tækjum, innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgja.
Svefnherbergin eru fjögur og eru þau öll parketlögð, skápar eru í þremur þeirra.
*Eignin hefur sérinngang.
*Bílskúr er allur nýlega tekinn í gegn. Ný bílskúrshurð með opnara, ný klæðning að innan og utan og einangraður að innan. Hiti og rafmagn.
*Forhitari er á miðstöðvarlögn
*Búið er að endurnýja þakjárn á húsi og bílskúr(2005)
*Húsið var sprunguviðgert, tréverk málað og þakjárn málað árið 2019.
*Búið er að endurnýja rafmagnstöflu, raflagnir og rofa og tengla.
*Baðherbergi var endurnýjað árið 2014, allar vatns og fráveitulagnir endurnýjaðar í veggjum en ekki niður.
*Frábær staðsetning, örstutt í Holtaskóla, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sundmiðstöð og íþróttamannvirki bæjarins.
Nánari upplýsingar um eignina veita:
Halldór Magnússon lfs - dori@studlaberg.is
S: 420-4000 / 863-4495
Guðlaugur H Guðlaugsson lfs - laugi@studlaberg.is
S: 420-4000 / 863-0100
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
230 | 170.7 | 69,9 | ||
230 | 198.1 | 69 | ||
245 | 215.8 | 69 | ||
260 | 120 | 71 | ||
240 | 181 | 70,9 |