****ATH. OPIÐ HÚS 8. Feb.HEFUR VERIÐ AFLÝST Eign í fjármögnunarferli.
101 Reykjavík fasteignasala kynnir: Bjarta, rúmgóða og vel skipulagða þriggja herbergja á 3. og efstu hæð við Bogabraut 952A, 262 Reykjanesbæ. Íbúðin og húsið allt var mikið endurnýjað árið 2019.
Íbúðin er merkt 302 og er skráð stærð hennar 87,7 fm. Henni fylgir 5,7 fm geymsla (merkt 0111). Samtals stærð er 93,4 fm.
Harðparket á gólfum, flísar á gólfi á baðherbergi. Fataskápar eru í báðum herbergjum. Hvít eldhúsinnrétting með innbyggðri uppþvottarvél ásamt blástursofni og keramik helluborði með háfi yfir. Baðherbergi er með innréttingu, vaskaskáp með skúffu og speglaskáp með led lýsingu.
Nánari lýsing:Forstofa með parketi á gólfi.
Eldhús með parketi á gólfi og hvítri eldhús innréttingu með helluborði, ofni og háfi ásamt innbyggðri uppþvottavél.
Stofa / sjónvarpshol með parketi á gólfi. Útgengt þaðan út á svalir.
Svefnherbergin tvö eru með parketi á gólfum, fataskápar í báðum herbergjum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og klæðningu á veggjum að hluta til. Hvít innrétting og baðkar með sturtuaðstöðu.
Þvottaaðstaða er á hverri hæð og er sameiginleg fyrir allar íbúðirnar á hæðinni.
Sér geymsla er í sameign.
Verið er færa húsfélag hússins til Eignaumsjónar.
Eignin er í útleigu og mun nýr eigandi yfirtaka réttindi og skyldur eigenda gagnvart leigjendum.
Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 bjorgkristin@101.is og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 kristin@101.is
Bókið skoðun á bjorgkristin@101.is eða í síma 771-5501. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.500,- með vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv.