Fasteignaleitin
Skráð 26. júlí 2022
Deila eign
Deila

Sætún 0

Atvinnuhúsn.Höfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Kjalarnes-162
580 m2
Verð
Tilboð
Fasteignamat
21.550.000 kr.
Brunabótamat
86.900.000 kr.
Byggt 1975
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2328963
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta
Raflagnir
Endurnýjað að hluta
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Í lagi
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Huga þarf að viðhaldi á þaki.
Domusnova fasteignasala og Árni Helgason hafa fengið í sölu lager/iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi í landi Sætúns. Um er að ræða geymsluhúsnæði sem er um 630fm að stærð auk þess sem hægt er að bæta við um 850fm byggingu skv. deiliskipulagi. Auk þess er um að ræða lóð merkt svæði B sem hægt væri að byggja atvinnuhúsnæði á, sjá hér eða hér. Hægt er að kaupa hvora eign fyrir sig eða báðar saman.

Atvinnulóð Sætún 1 lóð A alls 3.520 fm. eignarlóð með lagerbyggingu sem er 630 fm. að stærð, steypt og í útleigu. Húsið er með salernum, starfsmannaaðstöðu og nýlega vélslípuðu gólfi og máluðu.
Skipta má húsinu í þrjú rými eða nýta það sem eitt rými.
Rými 1, sem er úr steyptum einingum frá 1975, er um 288 fm. að stærð með 4.5 m. lofthæð í mæni og 2.95 cm. stórri og breiðri innkeyrsluhurð sem er rafdrifin. Þá er inngangur inn í gott hol og nýuppgerða eldhúsaðstöðu og rúmgott salerni þar sem mætti koma litlum sturtuklefa.
 Rými 2 væri 212 fm. salur inn af rými 1 en samtals eru salirnir að ytra máli um 500 fm. Góð loftræsting er í þeim báðum.Nýtt rafmagn og öflug LED ljós eru í húsinu ásamt nýjum pípulögnum. 
Gólf eru öll slípuð og máluð og er eftirlitskerfi í húsinu öllu með myndavélum að utan og innan.
 Rými 3 væri hliðarbygging en hún og innrisalurinn eru uppsteypt 1979 með flekamótum með tvöfaldri járnabindingu og góðum veggjum að innan (ekki múrað sem er mikill kostur) og einnig góð ytri steypukápa. Í hliðarbyggingunni sem er 130 fm. að utanmáli er góð 330 cm breið hurð og 245 að hæð og tvær gönguhurðir, ein almenn og ein brunavarnarhurð innst í húsnæðinu, allt nýjar hurðir.  Þarna er rúmgóð kaffistofa og salerni.  Allt tekið í gegn, og nýtt loft og gólf og innréttingar. 
 Huga þarf að viðhaldi á þaki á eignunum.
Samtals er eignin um 630 fm.af lagerhúsnæði.
Á lóðinni er jafnframt byggingaréttur fyrir allt að 850 fm. hús er gæti verið sérbygging í framhaldi af núverandi húsi eða tengd því eftir því sem við á.  Nýr afleggjari verður inn á lóðina af tengivegi sem verið er að leggja þannig að sér aðkoma verði að nýju húsi og/eða einnig áfram keyrt upp í lóðina af núverandi afleggjara inn á svæðið. Stærð húsanna er rangt skráð í Þjóðskrá en húsið er 630fm að stærð en ekki 778fm.
 

Nánari upplýsingar veita:
Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / arni@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1975
290 m2
Fasteignanúmer
2328963
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
16.550.000 kr.
Lóðarmat
5.000.000 kr.
Fasteignamat samtals
21.550.000 kr.
Brunabótamat
43.450.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Mynd af Árni Helgason
Árni Helgason
Löggiltur Fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sætún A
Skoða eignina Sætún A
Sætún A
162 Reykjavík
630 m2
Atvinnuhúsn.
267 þ.kr./m2
168.500.000 kr.
Skoða eignina Borgartún 22
Skoða eignina Borgartún 22
Borgartún 22
105 Reykjavík
526.2 m2
Atvinnuhúsn.
13
466 þ.kr./m2
245.000.000 kr.
Skoða eignina Laugavegur 13
Skoða eignina Laugavegur 13
Laugavegur 13
101 Reykjavík
630 m2
Atvinnuhúsn.
Tilboð
Skoða eignina Grensásvegur 16
LAUST STRAX
Skoða eignina Grensásvegur 16
Grensásvegur 16
108 Reykjavík
577.1 m2
Atvinnuhúsn.
Tilboð
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache