"FASTEIGNASALA MEÐ HJARTAÐ Á RÉTTUM STAÐ".
STOFN Fasteignasala kynnir: Í einkasölu einstaklega fallegt og sjarmerandi og vel skipulagt 225,5 fermetra einbýlishús með aukaíbúð í kjallara við Gunnarssund 4. sem liggur við Austurgötuna í hjarta Hafnarfjarðar. Eignin var byggð árið 2004 og var hugað að því að húsið felli vel inn í umhverfi gamla bæjarins, eignin er á tveimur hæðum ásamt aukaíbúð í hálf niðurgröfnum kjallara með sérinngangi að neðan verðu.
Nánari upplýsingar veitir Benedikt Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala í síma 661 7788. Pantið tíma fyrir skoðun, tölvupóstur bo@faststofn.is
Eignin skiptist í:
1. Hæð: Forstofa, fataherbergi, gestasnyrting, hol, skrifstofuhol, hjónaherbergi, svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
2. hæð: Stórt opið rými (stofa/ borðstofa), eldhús og stórar yfirbyggðar svalir.
Jarðhæð / kjallari, sérinngangur forstofa, stofa, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, þrjár geymslur, útgengt í garð frá garðskála.
Lýsing eignar: 1. hæð:
Forstofa: Er rúmgóð með fataskáp, flísar á gólfi. Þar á vinstri hönd er fataherbergi (hentugt fyrir útifatnað).
Gestasnyrting: Upphengt salerni, flísar á gólfi og veggjum, hiti í gólfi.
Hol: Flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Gott hjónaherbergi með fataskápum og opnum hillum, parket á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott svefnherbergi með fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi: Fallegt baðherbergi með góðri innréttingu, baðkari, sér hlaðin sturta, upphengt salerni, flísalagt í hólf og gólf, hiti í gólfi.
Skrifstofuhol: Í enda holsins er góð aðstaða fyrir skrifstofurými, flísar á gólfi.
Þvottahús: Innaf skrifstofuholinu er mjög snyrtilegt þvottahús með innréttingu, vélar í vinnuhæð, gott skápapláss, flísar á gólfi og á veggjum að hluta til.
2. hæð með auka lofthæð:
Stigi: Gengið er upp parketlagðan stiga með fallegu og vönduðu stigahandriði með hertu gleri.
Eldhús: Með fallegri eldhúsinnréttingu með miklu skápaplássi og góðri vinnuaðstöðu, tengi fyrir uppþvottavél, extra stór eldavél, vönduð tæki, mjög bjart eldhús með tveimur gluggum.
Stofa/borðstofa: Einstaklega björt með stórum og fallegum gluggum, parket á gólfi, frá borðstofu er útgengt á yfirbyggðar hellulagðar svalir með tvöfaldri svalarhurð, svalir snúa til suðvesturs (auðvelt er að setja valarlokun ef fólk vill).
Auka íbúð: Sérinngangur.
Forstofa/ hol: Flísar á gólfi, fataskápur.
Stofa: Björt stofa, flísar á gólfi.
Eldhús: Stofan og eldhúsið er eitt opið rými, flísar á gólfi.
Gangur/ álma: Tengir saman baðherbergi, geymslu og parketlagðan stiga upp á aðal hæð húsins með hurð sem skilur af íbúðina.
Baðherbergi: Fallegt baðherbergi með handklæðaofn, upphengt salerni, sturtuklefi með mósaík flísum. Flísalagt í hólf og gólf.
Geymsla: Rúmgóð geymsla með glugga sem væri möguleiki á að gera að svefnherbergi með litlum tilfæringum.
Geymsla: Lítil geymsla undir stiganum.
Hol/ gangur: Ágætis hol með aðstöðu fyrir skrifborð/ tölvuaðstöðu, flísar á gólfi. Frá holi er útgengt í garðinn.
Svefnherbergi: Mjög rúmgott með fataskápum, parket á gólfi.
Verönd/ garður: Frá jarðhæðinni er útgengt út í lítið bjart rými og þaðan út á lítinn sjarmerandi garð sem er allur lagður með hleðslusteini með blómabeði og einstaklega fallegu Reynitré sem teygir sig til allar átta sem prýðir garðinn til muna.
Útigeymsla: Innaf garðskálanum er óskráð geymsla sirka 8 fm. sem telst ekki með í fjölda fermetrum eignarinnar, hiti í gólfi.
Ath: Teikningin af kjallaranum er ekki í samræmi við uppsetningu eignarinnar í dag (auðvelt er að breyta í upprunalega teikningu).
Breyting miðað við teikningu:
Vinnustofa = Eldhús í dag. Eldhúskrókur = Skrifstofuhol í dag. Köld útigeymsla = Útigeymsla í dag með hita í gólfi. Útgegnt í garðinn frá jarðhæðinni.
Vandað fjölskylduhús með fallegum gluggum, aukin lofthæð á efstu hæð, aukaíbúð í kjallara. Húsið var byggt árið 2004. Góð staðsetningin í hjarta Hafnarfjarðar. Stutt er í alla helstu þjónustu, samgöngur og veitingastaði.
Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali 661-7788, tölvupóstur bo@faststofn.is
Starfsmenn hjá STOFN Fasteignasölu hafa "Heilindi - Dugnað - Árangur að leiðarljósi."Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.