Höfði fasteignasala kynnir:
OPIÐ HÚS - Í dag, miðvikudaginn, 8. febrúar - milli kl. 17.30 og 18:00
- Verið velkomin!
GLÆSILEG, ENDURNÝJUÐ 2JA HERB. ÍBÚÐ Á 2.HÆÐ MEÐ SUÐUR SVÖLUM ÁSAMT STÆÐI Í BÍLSKÝLI Á EFTIRSÓTTUM STAÐ - 110 REYKJAVÍK.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 80,8 fm.
Um er að ræða 2ja herb. íbúð á 2.hæð í steinsteyptu þriggja hæða fjölbýlishúsi byggðu árið 1984 ásamt stæði í bílskýli byggðu árið 1992.
Íbúðin ásamt sér geymslu á sömu hæð er skráð 58,8 fm og stæðið í bílskýlinu 22 fm. Komið er inn í anddyri eða hol sem aðskilur allar vistarverur íbúðarinnar. Til hægri er eldhúsið sem er búið að opna í stofuna, en beint inn af inngangi er svefnherbergið og baðherbergið til vinstri. Sameiginlegt, mjög aðgengilegt þvottahús er á hæðinni ásamt sér geymslu íbúðarinnar.
Anddyri/hol: Parket á gólfi og fataskápur.
Eldhús: Nýleg innrétting, gott skápapláss, keramik helluborð og vönduð tæki, parket á gólfi og opið í stofuna.
Stofa: Rúmgóð og björt með parketi á gólfi, útgengi á skjólgóðar suður svalir og opin í eldhúsið.
Svefnherbergi: Rúmgott herbergi með parketi á gólfi og góðir fataskápar.
Baðherbergi: Glæsilegt, flísalögð walk-in sturta, innrétting, handklæðaofn og upphengt salerni, veggir eru fylltaðir og lakkaðir, gólf er flísalagt.
Geymsla: Sér 4 fm. geymsla inn af sameiginlega þvottarýminu á hæðinni.
Þvottahús: Sameiginlegt á hæðinni fyrir þrjár íbúðir.
Stæði í bílageymslu: Sér bílastæði, skráð 22 fm er í lokaðri bílageymslu sem er sérstæð við hliðina á húsinu.
Lóðin: Gróin og hiti í gönguleiðum að bílaplani.
- Ljósleiðari er kominn inn í íbúðina.
Sameign er mjög snyrtileg og vel um gengin, nýlega hefur verið skipt um teppi og sameign máluð, á jarðhæð er sameiginleg vagna- og hjólageymsla.
Að sögn eiganda hefur húsið fengið gott viðhald í gegnum árin, húsið
er klætt að utan og lítur vel út, þakdúkur var endurnýjaður á allri blokkinni 2020.
Góð staðsetning í vinsælu hverfi þar sem stutt er í skóla, sundlaug og líkamsrækt, náttúruna og fallegar gönguleiðir.
Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir, lgf GSM: 896-3038 e-mail: johann@hofdi.is