GARÐABRAUT 10, MEÐ BÍLSKÚR. Snyrtileg og vel um gengin 3ja herbergja íbúð 92,2 fm. á 2. hæð til hægri ásamt sérgeymslu í kjallara og 25 fm. bílskúr, alls 117,2 fm. Íbúðin skiptist í hol, stofu/r, eldhús, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Rúmgóð sérgeymsla með hillum í kjallara og sameiginleg reiðhjóla- og vagnageymsla, snyrting, þvottahús með vélum og þurrkherbergi.
Nánari lýsing:
Komið er á parketlagða
forstofu/hol með
stórum skápum.
Eldhúsið er parketlagt, með ljósri viðarinnréttingu, ofni, keramik helluborði, viftu, borðkrók og tveimur gluggum.
Stofa/borðstofa eru parketlagðar og með útgangi á suðursvalir. Möguleiki á að stúka 3ja svefnherbergið af stofunum.
Baðherbergið er með dúk á gólfi og máluðum dúk á veggjum, baðkari með sturtu og -hengi. Gluggi og lögn fyrir þvottavél á baðherbergi.
Parketlagt barnaherbergi
Hjónaherbergi er parketlagt og með góðum fataskápum.
Sérgeymsla (14 fm.) í kjallara, málað gólf og hillur.
Allt raflagnaefni í íbúðinni (tenglar og rofar) hefur verið endurnýjað.
Endurnýjaðar neysluvatnslagnir í sameign og í íbúðum (2018).
Sameign: Sameiginleg forstofa (flísar). Sameiginlegt stigahús (teppi). Sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi í kjallara með tækjum. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla og snyrting í kjallara.
Bílskúr (málað gólf, rafmagn, hurðaropnari, endabílskúr til hægri).
Annað: Blokkin var máluð að utan 2006, austurgafl og stigahús klædd með steni. Drenað með blokkinni 2017. Teppi og málning á stigahúsi frá 2005. Búið að skipta um glugga og gler á suðurhlið og á göflum (plastgluggar). Til stendur að leita tilboða í viðgerðir á norðurhlið og að skipta út nokkrum gluggum þar á næstunni o.fl.. Eldvarnarhurð á íbúð og í sameign. Malbikað bílaplan.
Staðsett stutt frá leikskóla, grunnskóla, íþróttasvæði, Langasandi/Guðlaugu og þjónustu.
Fasteignamat er 39.900.000,-
Íbúðin er laus strax.
Allar nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lfs., bjorn@midborg.is eða í síma 894-7070.