Skráð 12. sept. 2022
Deila eign
Deila

Maríugata 31

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
239.4 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
139.000.000 kr.
Fermetraverð
580.618 kr./m2
Fasteignamat
15.100.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2022
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
F2504601
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
2
Hæðar í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýjar
Raflagnir
Nýjar
Frárennslislagnir
Nýjar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Svalir
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
1 - Byggingarleyfi
Matsstig
1 - Samþykkt

Garðatorg eignamiðlun s. 545-0800: Einkasala.
Eignin er seld með fyrirvara.
Hús nr. 33 er til sölu. 

Maríugata 31. Um er að ræða 238,5 fm mjög vel staðsett neðangötu enda-raðhús á tveim hæðum með frábæru óskertu útsýni að Heiðmörk ( ekkert byggt fyrir neðan hús ) Inngangur og aðkoma að húsi er af efri hæð. Einnig er sér inngangur í neðri hæð að framanverðu, möguleiki á aukaíbúð. 
Húsið skilast fullbúið að utan múrhúðað og málað, grófjöfnuð lóð. Að innan skilast húsið full einangrað og múrhúðað fyrir utan loft, hlaðnir milliveggir, útveggir múrhúðaðir. Gluggar eru ál/tré. Inntök fyrir raf og hita komin. Hitalagnir eru í gólfi og hiti komin á, skilast á búnaðar. Rafmagn, ídregið fyrir vinnuljós. Tvívirkt loftræsti inn og út kerfi er innsteypt í loftaplötu, stokkar og niðurtekning lofta óþörf. Húsin verða byggð í samræmi við nútímaþarfir og kröfur.
Afhending til að hefja framkvæmdir að innan okt. 2022 eða fyrr. 
HÚSIÐ: Við hönnun hússins er lögð áhersla á að íbúar húsins njóti útsýnis og sólar, meðal annars með stórum gluggum, veröndum og svölum, þá er lögð áhersla á að sjónrænt myndi húsið heildasvip og að samræming sé í efnis og litavali. Húsið er skráð samtals 238,5 fermetrar, íbúð 210,1 fm og bílskúr 28,4 fm. 
Innra skipulag efri hæðar: Anddyri, gestasnyrting, eldhús, borðstofa og stofa, útgengt úr stofu á svalir, fjölskyldu/sjónvarpsherbergi. Bílskúr.
Innra skipulag neðri hæðar: Anddyri. Fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla. Teikningar https://map.is/gardabaer/@358688,399410,z5,0

Arkitekt hússins er Helgi Hjálmarsson - Teiknistofan Óðinstorgi. Verkhönnun er Verkfræðistofan Víðsjá. 

Frágangur:
Burðarvirki: Sökklar, plötur, útveggir og berandi veggir hússins eru steinsteyptir og jarnbentir. Lagnir: Rör í rör lagnakerfi. Gert er ráð fyrir gólfhitalögn: 
Gluggar/hurðir og gler: Gluggar eru Ál/tré að innan og litað ál að utan, glerjaðir með tvöföldu K-gleri. Bílskúrshurðin er ál, einangruð.
Þak: Þakvirkið er ýmis úr timbursperrum eða steypt. Lóð: Grófjöfnuð lóð.

HVERFIÐ: Húsin standa við Maríugötu í Urriðahverfi í Garðabæ. Skammt frá er Urriðaskóli sem er grunn- og leiksskóli hverfissins. Í næsta nágrenni er golfvöllur, Urriðarvöllur, útivistarsvæðin í Heiðmörk, Vífilstaðarvatn og við Urriðavatn. Efst á Háholti er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og þjónustu s.s. verslun, heilsugæslu, skólum og íþróttamannvikjum. Urriðaholt er umlukið fjölbreyttum opnum náttúrusvæðum og er fyrsta hverfið á Íslandi til að hljóta vistvottun skv. vottunarkerfi BREEAM Communities. Hverfið byggir á hugsjón um að íbúðarbyggð eigi að hámarka lífsgæði fólks sem þar býr í sátt við náttúruna og umhverfið allt. Hverfið nýtur allra þjónustu sem Garðabær hefur uppá að bjóða. Nánar má lesa um hverfið á vefnum http://urridaholt.is/

Verkáætlun/Afhending: Afhending til að hefja framkvæmdir að innan nov. 2022. Stefnt er að framkvæmdum ljúki utanhúss á árinu 2022  (háð veðurfari o.fl ) en gæti lokið eigi síðar en maí, 2023. 
Upplýsingar um eignina veitir: Sigurður Tyrfingsson löggiltur fasteignasali og Húsasmíðameistari s. 898-3708 eða sigurdur@gardatorg.is
Garðatorg eignamiðlun er staðsett á Garðatorgi 7 í Garðabæ. 

Skilalýsing:  

Húsið skilast fullbúið að utan og grófjöfnuð lóð. Að innan skilast húsið einangrað og rakasperra í loft, útveggir múrhúðaðir.    

Að utan verður húsið múrhúðað og einangrað að innan. Málað í ljósum lit. Gluggar eru ál/tré. Stærð húsa er samkvæmt skráningatöflu hönnuða ( á ábyrð hönnuða ) Það athugist að 3D myndir eru til að gefa vísbendingar af útliti og skipulagi hússins, sama á við um lóðauppdrátt.  
Burðarvirki: Sökklar, plötur, útveggir og berandi veggir hússins eru steinsteyptir og jarnbentir. 

Útveggir: Veggir eru einangraðir að innan og múrhúðaðir. Steyptir milliveggir verða slípaðir fyrir sparsl. 

Gluggar/hurðir og gler: Gluggar eru Ál/tré að innan og litað ál að utan, glerjaðir með þreföldu-gleri, gler í stofugluggum eru með tvöföldu þykku gleri. Bílskúrshurðin er ál, einangruð.  

Þak: Þakvirkið er steinsteypt og jarnbent og að hluta til úr timbursperrum, heilklætt, þakpappi eða PVC dúk. Þakið er einangrað í timburhlutanum, steypti hlutin er einangraður og fullfrágengin. 

Milliveggir: Léttir milliveggir fylgja, hlaðnir úr létt steini, ósparslaðir. 

Loft: Timburloft  eru einangruð með rakasperru með rafmagnsgrind. Steypt loft einangruð að utanverðu.  

Hitakerfi: Gólfhitalagnir ísteyptar í bílskúr, að öðru leiti eru gólfhitalagnir lagðar ofan á steypta plötu og Anhydrit flotílögn lögð yfir. Stofinntök komin og hita hleypt á húsið.   

Raflagnakerfi: Rör og dósir lagðar í steypta veggi, útveggi, milliveggi og loft. Stofninntak og rafmagnstafla komið. Ídregið eingöngu fyrir vinnuljós.  

Loftræsting: Loftræstirör eru innsteypt samkvæmt teikningu. Vélræst loftræsting með inn og útsogi. Tölva fylgir ekki með kaupum.  

Svalir:  Fljótandi glerhandrið.  

Lóð: skilast grófjöfnuð, skjólveggir, plön, stígar fylgja ekki. Sorptunnuskýli er ekki innifalið (er tekið með lóðafrágangi).  + - 30 cm frá endanlegum jarðvegi.  

Byggingin skal að öðru leyti uppfylla öll ákvæði byggingareglugerðar. Sérstaklega er bent á mannvirkjalög í þessu sambandi.  

Húsið skal að öðru leyti byggt og því skilað í samræmi við lög og reglur varðandi nýbyggingar.    

Allir aðkeyptir byggingarhlutar sem notaðir verða í byggingunni munu vera af viðurkenndri gerð  

Aðilar eru sammála um að eiga gott samstarf við frágang og endanlegar útfærslur.  Allur frágangur og útfærslur verði í samræmi við teikningar og hönnun hússins.  

Afhending: Verkáætlun. Stefnt er að framkvæmdum ljúki eigi síðar en október 2022 til afhendingar innanhús, telst afhending hafa farið fram þegar kaupandi getur eða vill byrja að vinna í húsinu. Frágangur utanhúss, múrverk o.fl getur dregist fram á vorið maí 2023 ef veðurfar leyfir ekki annað. Dragist afhending vegna orsaka sem seljandi ræður ekki við t.d. v. verkfalla eða veðurs, hamfara eða annarra slíkra atriða mun seljandi ekki greiða sérstakar bætur vegna þess til kaupanda, heldur munu afhendingargreiðslur skv. kaupsamningi dragast sem seinkunn nemur. 

Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður innheimt 0,3% af endanlegu, væntanlegu brunabótamati. Seljandi hefur að fullu greitt gatnagerðargjöld svo og byggingaleyfisgjöld. Önnur gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa eru stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% Stimpilgjald af veðskuldabréfi -. þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali. Komi upp ágreiningur milli verkkaupa og verksala skuldbinda báðir aðilar sig til að reyna til hlýtar að leysa úr slíkum ágreiningi. Takist það ekki verði málinu vísað til Héraðsdóms Reykjaness.  

                

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1582
28.4 m2
Fasteignanúmer
2393523
Númer hæðar
2
Númer eignar
02
Byggingarstig
1 - Byggingarleyfi
Húsmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
1 - Samþykkt
Mynd af Sigurður Tyrfingsson
Sigurður Tyrfingsson
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Urriðaholtsstræti 66
Urriðaholtsstræti 66
210 Garðabær
181 m2
Raðhús
6
762 þ.kr./m2
137.900.000 kr.
Skoða eignina Maríugata 33
Bílskúr
Skoða eignina Maríugata 33
Maríugata 33
210 Garðabær
219.9 m2
Raðhús
86
591 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Skoða eignina Vogatunga 85
Bílskúr
Skoða eignina Vogatunga 85
Vogatunga 85
270 Mosfellsbær
230.7 m2
Raðhús
625
606 þ.kr./m2
139.900.000 kr.
Skoða eignina Kvíslartunga 33
Skoða eignina Kvíslartunga 33
Kvíslartunga 33
270 Mosfellsbær
253 m2
Parhús
625
591 þ.kr./m2
149.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache