Skráð 23. sept. 2022
Deila eign
Deila

Eskihlíð 6

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
89 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
64.900.000 kr.
Fermetraverð
729.213 kr./m2
Fasteignamat
47.900.000 kr.
Brunabótamat
36.650.000 kr.
Byggt 1956
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2029698
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðar í húsi
4
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Upprunalegar.
Raflagnir
Ekki vitað. Nýir mælar í sameign.
Frárennslislagnir
Skólplagnir undir húsinu og út í götu fóðraðar fyrir u.þ.b. 6 árum.
Gluggar / Gler
Endurnýjaðir undanfarin ár.
Þak
Þakjárn endurnýjað fyrir um fjórum árum.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
V-svalir.
Upphitun
Hitaveita. Varmaskiptir.
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
RE/MAX kynnir 4ra herbergja íbúð á 2. hæð að Eskihlíð 6 í Reykjavík. Húsið hefur fengið viðurkenningu frá borginni vegna vel gerðra endurbóta. Húsið teiknað af Ágústi Pálssyni arkitekt. Stutt í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og skóla á háskólastigi. Einnig stutt í verslanir og þjónustu í miðbænum. 

Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Sér geymsla í sameign. Eignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands 89 m2. 

**VINSAMLEGA SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í SKOÐUN 
Bókaðir ganga fyrir.
**
**EIGNIN VERÐUR EKKI SELD FYRIR OPIÐ HÚS**

Söluyfirlit má nálgast hér
Nánari lýsing:
Forstofa er inn af snyrtilegri teppalagðri sameign. Nýleg eldvarnarhurð inn í íbúð. Innan íbúðar er parket sem var lagt fyrir um 3 árum síðan og er einnig í forstofuherbergi, stofu og eldhúsi. 
Eldhús er með hvítri "L" laga innréttingu með ljósri borðplötu. Milli efri og neðri skápa eru gráar mósaíkflísar. Parket á gólfi.
Stofa er rúmgóð með útgengi út á vestur svalir. Parket á gólfum flæðir án þröskulda.
Herbergi 1 er næst forstofu. Parket flæðir úr forstofuholi í þetta rými og er án þröskulda. Innfelldir eldri fataskápar á einum vegg.
Herbergi 2 er á norðurgafli húss. Einfaldur eldri fataskápur. Parket á gólfi.
Herbergi 3 er með innfelldum eldri fataskáp. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með upphengt salerni, baðkari með sturtu, hvítum handklæðaofni og viðarinnréttingu við handlaug. Lýsing undir kappa innréttingar. Hvítar veggflísar að hluta og svartar gólfflísar. Opnanlegt fag.
Geymsla er sér í sameign í kjallara.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign í kjallara.
Garður er gróinn. Framan við hús er malbikað plan og stéttar.
Húsfélagið sér m.a. um þrif á sameign.
Endurbætur að sögn eiganda: Húsið var steinað að nýju árið 2009. Allir gluggar og svalahurðir hafa verið endurnýjaðar í húsinu á síðustu árum. Skólplagnir voru fóðraðar fyrir nokkrum árum. Þak endurnýjað fyrir um 4 árum. Forhitari er á kalda vatninu.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is 

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Sigrún Gréta Helgadóttir
Sigrún Gréta Helgadóttir
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Laugavegur 138
Skoða eignina Laugavegur 138
Laugavegur 138
105 Reykjavík
82 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
32
767 þ.kr./m2
62.900.000 kr.
Skoða eignina Bjallavað 13
 03. okt. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Bjallavað 13
Bjallavað 13
110 Reykjavík
96 m2
Fjölbýlishús
32
676 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Fróðengi 16
 03. okt. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Fróðengi 16
Fróðengi 16
112 Reykjavík
107 m2
Fjölbýlishús
43
607 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Jöfursbás 7B
 02. okt. kl 14:00-16:00
Skoða eignina Jöfursbás 7B
Jöfursbás 7B
112 Reykjavík
75.9 m2
Fjölbýlishús
211
881 þ.kr./m2
66.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache