Vernharð Þorleifsson lgf. og REMAX kynna fallegt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr.
Stór sólpallur, heitur pottur með Danfoss hitastýringu.
Mikil lofthæð er í húsinu og innfelld led lýsing í öllum rýmum.
Gólfhiti er í allri eigninni.
Bílaplan og stétt er steypt og stimplað og með hitalögn.Eignin er í skammtímaleigu en getur verið laus fljótlega.
Fasteignamat 2023 verður 66.800.000 kr.Nánari lýsing:
Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Sjónvarpshol er með flísum á gólfi.
Stofa og borðstofa er í sameiginlegu rými og með flísum á gólfi. Þaðan er gengið út á verönd.
Eldhús er með fallegri eikar innréttingu með helluborði og háf. Gert er ráð fyrir uppþvottavél og tvöföldum ísskáp. Gott skápa og vinnupláss. Flísar á gólfi.
Tvö svefnherbergi (10,9 fm. og 15,1 fm) með fataskápum. Flísar á gólfi. Eins og sjá má á teikningum þá er lítið mál að bæta við þriðja svefnherberginu á kostnað stofunnar.
Baðherbergi með eikar innréttingu, baðkari og sturtu. Flísar á gólfi og veggjum.
Þvottahús með innréttingu þar sem gert er ráð fyrir þvottavel og þurrkara í vinnuhæð. Flísar á gólfi.
Bílskúr með geymsluloft. Epoxy á gólfi.
Frekari upplýsingar veitir Vernharð Þorleifsson löggiltur fasteignasali í síma 699-7372 eða venni@remax.isKíktu í heimsókn til mín á Facebook eða
á InstagramGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.