ELKA lgf. s. 863-8813 og Fasteignasalan TORG kynna fallega risíbúð í tvíbýli ásamt útleiguherbergi í kjallara við Háagerði 55 í Reykjavík.
Íbúðin er 76,2 m² skv. þjóðskrá en er með töluvert stærri gólffleti þar sem hluti íbúðar er undir súð.
Eignin er skráð 5 herbergja en er í dag 3ja herbergja (tvö svefnherbergi uppi, borðstofa og stofa), ásamt 17,3 m² herbergi í kjallara.
Íbúðin er einstaklega sjarmerandi með suðursvölum og fallegu útsýni til norðurs.
Nánari lýsing;
Gengið er inn í sameiginlegan inngang uppá 2. hæð (rishæð).
Stofan og borðstofan er björt og falleg með parketi á gólfi og útgengi á suðursvalir. Á teikningu er borðstofan herbergi og væri hægt að breyta því til baka.
Eldhúsið er með flísum á gólfi og eldri innréttingu, gluggi með fallegu útsýni til norðurs þar sem Esjan og fjallahringurinn sést vel.
Svefnherbergin eru tvö, stærri herbergið er með glugga í suður og það minna með glugga til norðurs, minna herbergið er töluvert undir súð. Stærra herbergið er með góðum fataskápum.
Baðherbergið er flísalagt með baðkari og loftglugga.
Fermetrar íbúðarinnar nýtast einstaklega vel þar sem gólfflötur er töluvert stærri en skráðir fermertrar.
Í kjallara hússins er rúmgóð sameiginleg geymsla, baðherbergi með sturtu og þvottahús.
Að auki er
17,3 m² sérherbergi með glugga sem hefur verið nýtt sem útleigurými en þar rúmast vel bæði rúm og sófi. Herbergið hefur aðgengi að baðherbergi með sturtu og þvottahúsi.
Garður er sameign beggja íbúða en ekki er beint aðgengi efri hæðar inní garðinn.
Íbúðin er einstaklega vel staðsett, þaðan er stutt í leikskóla, grunn- og framhaldsskóla ásamt því sem ýmis konar verslun og þjónusta er í næsta nágrenni.
Upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir, lgf. í síma 863-8813, netfang elka@fstorg.is
www.fselka.is