RE/MAX, GUÐNÝ ÞORSTEINS. aðstoðarkona fasteignasala í löggildingarnámi og Hörður Björnsson Lgf. KYNNA Í EINKASÖLU:
Bjarta og vel skipulagða þriggja herbergja 81,7m2 íbúð í lyftuhúsi Vallakór 2b, Kópavogi. Falleg eign á 4. hæð með 23m2 yfirbyggðum svölum með glæsilegu útsýni. Sameign er vel með farin og snyrtileg. *** VINSAMLEGA BÓKIÐ SKOÐUN HJÁ GUÐNÝJU Í SÍMA 7715211 eða gudnyth@remax.is ***SMELLTU HÉR OG KÍKTU Í HEIMSÓKEignin samanstendur af forstofu, eldhúsi stofu/borðstofu, tveimur svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi innan íbúðar og sér geymslu í sameign. Andyri: Fataskápur upp í loft, flísar á gólfi.
Stofa/borðstofa: Rúmgott og bjart rými með útgengi út á stórar svalir sem snúa í suðaustur. Eikarparket á gólfi.
Eldhús: Er opið inn í stofu/borðstofu með vandaðri eikarinnréttingu, svartur steinn á borðum. Tengi er fyrir uppþvottavél. Eikarparket á gólfi.
Þvottahús: Er inn af eldhúsi með opinni innréttingu ásamt skolvaski. Flísar á gólfi.
Svefnherbergi I: Fataskápur upp í loft, eikarparket á gólfi.
Svefnherbergi II: Fataskápur upp í loft, eikarparket á gólfi.
Baðherbergi: Er með eikarinnréttingu, handlaug ásamt speglaskáp, svartur steinn á borðum, handklæðaofn, sturtuklefi og upphengt salerni. Flísar á gólfi og á hluta af veggjum.
Svalir: Eru 23m
2 að stærð með svalalokun ásamt flísum á gólfi, þær snúa í suðaustur og eru með virkilega fallegu útsýni.
Geymsla: Er 6,5m
2 í sameign.
Hjóla og vagnageymsla er í sameign ásamt sérgeymslu. Sameiginlegur inngangur tilheyrir eignum í Vallakór 2a,b,c og d, en sér inngangur af svölum að hverri íbúð.
Frábær staðsetning í Kórahverfi í Kópavogi, þaðan er stutt að sækja leik- og grunnskóla, verslanir og þjónustu ásamt íþróttasvæði og sundlaug. Einnig er örstutt í fallegar gönguleiðir. Ítarlegri upplýsingar veitir Guðný Þorsteins. í s:771 5211 eða gudnyth@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá, við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Remax því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, 69.900 kr. m.vsk.