Opið hús 09. ágúst kl 17:30-18:00
Skráð 3. ágúst 2022
Deila eign
Deila

Vesturberg 19

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Breiðholt-111
255.2 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
114.900.000 kr.
Fermetraverð
450.235 kr./m2
Fasteignamat
76.900.000 kr.
Brunabótamat
93.130.000 kr.
Byggt 1974
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Gæludýr leyfð
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2050660
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
2
Hæðar í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Þakgluggi í baðherbergi hefur lekið en að sögn seljanda hefur verið komið í veg fyrir hann. Húsið er komið til ára sinn og þarf að skoðast sem slíkt
Domusnova fasteignasala kynnir fallegt og vel hannað arkitektateiknað einbýlishús með bílskúr á einstakri útsýnislóð við Vesturberg 19 í Reykjavík.

Vesturberg 19 er steinsteypt hús á fjórum pöllum.  Á aðalpalli er eldhús sem er opið inn í stórt alrými með borðstofu og setustofu. Úr alrýminu er gengið inn í þrjú svefnherbergi, hjónaherbergi með fataherbergi og tvö rúmgóð barnaherbergi, auk baðherbergis með baðkari og sturtuklefa. Á aðalpalli er einnig forstofa og fataherbergi sem er gestasalerni á teikningu og auðvelt er að breyta. Tvennar dyr opnast úr alrýminu út í garð, á stóra hellulagða verönd sem er að hluta til undir þaki. Af aðalpalli er gengið upp í stóra gluggaríka stofu með stórkostlegu útsýni. Á aðalpalli og í stofu er aukin lofhæð.
Á jarðhæð er góð forstofa, gangur, lítið baðherbergi með sturtu og stórt og bjart herbergi með útgengi í garð. Þetta herbergi má auðveldlega gera að tveimur og eins er einfalt að útbúa þar stúdíóíbúð.
Af jarðhæð eru nokkur þrep niður á neðsta pall þar sem er þvottahús með tilheyrandi aðstöðu.
Á neðsta palli er ennfremur ófrágengið c.a. 30 fermetra rými sem er ekki inni í skráðum fermetrafjölda hússins og býður upp á mikla möguleika.
Snjóbræðsla er í útidyratröppum.

Húsið stendur á brekkubrún við skógarjaðar með útsýni yfir borgina og sundin, út á Faxaflóa, Snæfellsnesfjallgarð, Akrafjall og Esju. Frá húsinu liggja útivistar- og skógarstígar niður í Elliðaárdal.
Húsið hefur verið í eigu sama aðila frá upphafi og er að mestu upprunalegt. Hér er því frábært tækifæri til að gera að sínu vel hannað hús á einstökum stað.
Um er að ræða eign þar sem auðvelt er að breyta skipulagi og stækka eignina eða útbúa aukaíbúð/ir með leigutekjum.
Áhugasömum kaupendum er bent á að skoða eignina mjög vel þar sem seljendur búa ekki í eigninni.


Nánari upplýsingar veitir:
Oscar Clausen löggiltur fasteignasali / s.861 8466 / oc@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1981
29.2 m2
Fasteignanúmer
2050660
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
06
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.380.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
30 m2
Fasteignanúmer
2050660
Mynd af Oscar Clausen
Oscar Clausen
Löggiltur Fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Bræðraborgarstígur 38
Bílskúr
Bræðraborgarstígur 38
101 Reykjavík
219.9 m2
Hæð
524
568 þ.kr./m2
125.000.000 kr.
Skoða eignina Hörpugata 13b
Bílskúr
Skoða eignina Hörpugata 13b
Hörpugata 13b
102 Reykjavík
211.8 m2
Einbýlishús
512
510 þ.kr./m2
108.000.000 kr.
Skoða eignina Friggjarbrunnur 8
Bílskúr
 09. ágúst kl 17:30-18:00
Friggjarbrunnur 8
113 Reykjavík
196.6 m2
Parhús
524
636 þ.kr./m2
125.000.000 kr.
Skoða eignina Reykás 2.
Skoða eignina Reykás 2.
Reykás 2.
110 Reykjavík
201 m2
Raðhús
524
592 þ.kr./m2
118.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache