Fasteignaland kynnir:
Nesjavellir/Grámelur 9, sumarhús við Þingvallavatn.
Eignin stendur við Þorsteinsvík og fylgir húsinu veiðileyfi á tvær stangir við hliðina á hinu margrómaða ION veiðisvæði á Þingvallavatni. Útsýni er einstakt, umhverfið er töfrandi.
Eignin stendur á vatnalóð um 20 metra frá bakka vatns. Eigninni fylgir bátaskýli og hefur húsið verið mikið endurnýjuð að utan.
Um er að ræða virkilega notarlegan og kósý sumarbústað, á vatnalóð við Þingvallavatn með einstöku útsýni. Eigninni fylgir gott bátaskýli og veiðiréttur fyrir tvær stangir í vatninu. Eignin stendur við vestari bakka svokallaðra hrauna, við Þorsteinsvík, þar sem helsta veiðisvæði ísaldar urriðans er við vatnið. Mikið er af staðgóðri bleikju og urriða við árbakka lóðarinnar. Má í lygnu veðri oft sjá urriðann dansa um allt vatnsborðið á víkinni. Birt stærð skv. Þjóðskrá Íslands er 55,5 fm en til viðbótar er bátaskýli sem stendur í vík skammt frá.
Hér má sjá tónlistarmyndbönd sem tekin voru upp í bústaðnum með hljómsveitinni Lón með því að ýta hér og ýta hér
Húsið hefur fengið miklar endurbætur síðustu árin en haldið hefur verið í gamla tímann innandyra og myndar húsið mjög notarlega umgjörð sem tekur vel utanum mann. Gluggar í samverurými eru stórir, bjartir og veita eitt fallegasta útsýni sem undirritaður fasteignasali hefur séð. Búið er að skipta um allt gler, gera borholu fyrir kalt vatn á lóðinni svo húsið er sjálfbært með vatn, laga heimkeyrslu, klæða húsið að utan og mála, setja heitan pott, stækka/endurnýja pallasvæði. Einnig voru vatnslagnir innanhúss endurnýjaðar fyrir tveimur árum ásamt því að varmadæla var sett upp til húshitunar. Rafmagn er u.þ.b. 10-15 ára.
Nánari lýsing:
Komið er heim að húsinu í
stóra innkeyrslu með nægum bílastæðum.
Húsið stendur mjög sér niður af heimreiðinni, aðeins
um tuttugu metra frá árbakkanum. Við inngang um aðalhurð er lítil
geymsla. Komið er inn í
góða forstofu með fatahengi og skápum.
Snyrtingin er við forstofuna, með
klósetti og vaska, geymsluskápur innst.
Sturta er utandyra.
Tvö rúmgóð svefnherbergi eru í eigninni, annað er
fjölskylduherbergi með tvíbreiðu rúmi og kojum með tveimur einbreiðum rúmum. Seinni herbergið er með tvíbreiðu rúmi.
Svefnpláss er því í rúmum fyrir 6 manns.
Eldhúsið er með eldri innréttingu, skápum niðri, góðu bekkjarplássi, hillum uppi og vaski. Á gagnstæðum vegg raðast
ískápurinn sem er einfaldur, hilla og
gaseldavél með bakarofni. Stofa/borðstofa er svo í opnu rými með
mikilli birtu frá gluggum beggja vegna stofunnar. Öll stofan hverfist svo um
kamínu sem stendur í henni miðri. Útgengt er á vesturpall úr stofunni.
Góður sólpallur er næstu allan hringinn.
Heita pottinum hefur verið komið haganlega fyrir utan við pallinn með
útsýni út á vatnið og búið að koma fyrir göngustíg úr plönkum niður að vatni til að geta baðað sig í því. 50-80 metra frá húsinu inn víkina stendur
bátaskýli í vík og hvarfi frá húsinu. Renna er fyrir bát til að sjósetja og skýlið virðist vera í ágætu standi. L
óðin er rúmgóð, hraun, mosi og birki í bland markar einstaka staðsetningu við Þingvallarvatnið.
Húsið stendur á 16.540,9 fm leigulóð frá Orkuveitu Reykjavíkur og verður undirritaður nýr lóðarleigusamningur sem gildir til 12 ára. Ákvæði eru í samningi þessum um að ekki standi til að framlengja hann að umræddum tíma liðnum. Einnig stendur að verði leigutími ekki framlengdur mun leigusali greiða bætur fyrir mannvirkin og náist ekki samkomulag þar um munu dómskvaddir matsmenn kvaddir til úrlausnar.
Upplýsingar gefur:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali s. 899-0720, netfang: hrannar@fasteignaland.is
Hilmar Jónasson, löggiltur fasteignasali, netfang: hilmar@fasteignaland.is