Golfvöllur Minni-Borg, Grímsnes- og Grafningshreppi
Einstakt viðskiptatækifæri.
Um er að ræða nýjan 18 holu golfvöll sem hannaður var af af Edwin Roald og stendur við Borg í Grímsnesi. Golfvöllurinn er á góðu landsvæði og hönnun vallarins er glæsileg og spennandi fyrir kylfinga. Búið er að byggja upp flatir og teiga og mun völlurinn verða einn lengsti golfvöllur landsins. Golfvöllurinn er í rúmlega 70 km fjarlægð frá Reykjavík og stutt er í helstu náttúrperlur á Suðurlandi. Rétt við golfvöllinn, í göngufæri, er glæsileg sundlaug, félagsheimili og aðstaða til ráðstefnu- og námskeiðahalds, skóli og stjórnsýsluhús sveitarfélagsins.
Tilboð óskast og áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.