** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos eða 698-8555 **
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Mjög fallegt einbýlishús með stórum tvöföldum bílskúr á fallegum útsýnisstað við Ásland 1 í Mosfellsbæ. Eignin skráð 209,1 m2, þar af einbýli 152,5 m2 og bílskúr 56,6 m2. Eignin stendur á 1.121 m2 eignarlóð. Glæsilegt útsýni.
Eignin skiptist í anddyri, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, snyrtingu, baðherbergi og þvottahús. Bílskúr og geymsla standa fyrir framan húsið.
Mikil lofthæð er í eigninni með innfelldri lýsingu. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og hannaðar af Rut Káradóttur, innihurðir extra háar. Allir gluggar eru plasthúðaðir stálgluggar. Húsið er byggt úr forsteyptum einingum og klætt með keramikflísum.
Stórt bílaplan með snjóbræðslu. Stór og fallegur garður með timburverönd og geymsluskúr.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent
Nánari lýsing:
Forstofa: Er með fataskápum og náttúrustein á gólfi. Rennihurð er úr forstofu.
Svefnherbergi nr. 1(hjónaherbergi): Er með fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr 2: Er með fataskáp og parketi á gólfi.
Barnaherbergi nr 3: Er með parketi á gólfi.
Snyrting: Er með vegghengdu salerni, handklæðaofni og innréttingu með miklu skápaplássi og granítborðplötu. Náttúrusteinn á gólfi.
Baðherbergi/líkamsrækt: Er með innréttingu með granítborðplötu, fataskápum, stórri sturtu, og heitum potti. Úr baðherbergi er gengið út á timburverönd.
Þvottahús: Er rúmgott með innréttingu, skápum, vinnuborði og vaski. Flísar á gólfi. Gluggi er á þvottahúsi.
Eldhús: Er með fallegri innréttingu með miklu skápaplássi og granítborðplötu. Í innréttingu er innbyggð uppþvottavél, tveir ofnar, helluborð og vifta. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingu. Náttúrusteinn á gólfi.
Stofa og borðstofa: Er í stóru og björtu opnu rými mikilli lofthæð og innbyggðri lýsingu. Stórir gluggar eru í rýminu með miklu útsýni. Úr stofu er gengið út á timburverönd og garð.
Bílskúr: Er rúmgóður með hita, rafmagni, rennandi vatni, salerni, tveimur innkeyrsluhurðum og gönguhurð. Rafmagnsopnun er á báðum innkeyrsluhurðum.
Geymsla: utangengt er í geymsluna sem gengur yfir milliloft í bílskúrnum.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2023 er 111.100.000 kr.
Verð kr. 129.900.000-.Allar nánari upplýsingar fást hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar í síma 586 8080.
Einnig er hægt að ná í Svanþór í síma 698-8555, svanthor@fastmos.is,Sigurð í síma 899-1987, sigurdur@fastmos.is og Theodór í síma 690-8040, teddi@fastmos.is
Fasteignasala Mosfellsbæjar, Þverholti 2, Mosfellbæ. Opið frá kl. 9-17 alla virka daga
Heimasíða Fasteignasölu Mosfelsbæjar
Fasteignasala Mosfellsbæjar á Facebook
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.