Skráð 6. des. 2022
Deila eign
Deila

Úlfsstaðaskógur 9

SumarhúsAusturland/Egilsstaðir-701
95.8 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
36.900.000 kr.
Fermetraverð
385.177 kr./m2
Fasteignamat
1.515.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2023
Garður
Útsýni
Sérinng.
Fasteignanúmer
2340029
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
2
Hæðar í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt, rotþró
Gluggar / Gler
Nýtt, K-gler frá Byko
Þak
Nýtt
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Timburverönd undir skyggni
Lóð
100
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
1 - Byggingarleyfi
Matsstig
1 - Samþykkt
Kvöð / kvaðir
Skjal nr. 446-E-000667/2021 - Eigendaskipti skal tilkynna til stjórnar skv. 3. gr. samþykkta félagsins.
BYR fasteignasala kynnir ÚLFSSTAÐASKÓGUR 9, í einkasölu. Sumarhús í byggingu rétt sunnan við Egilsstaði. 
Sumarhús á eignarlóð í sumarhúsabyggð rétt sunnan við Egilsstaði, stutt í ýmsa þjónustu og náttúruperlur. Ýtið hér fyrir staðsetningu.

EIGNIN ER SELD Á BYGGINGARSTIGI 4, MATSSTIGI 4 Þ.E. FOKHELD BYGGING.  LAUS TIL AFHENDINGAR EIGI SÍÐAR EN 1. FEBRÚAR 2023.

Húsið er timburhús á steyptum grunni,  95,8 m² að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Skipulag eignar samkvæmt teikningu: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, tvö svefnherbergi, svefnloft, baðherbergi og inntaksrými. 

Allar nánari upplýsingar, söluyfirlit og skilalýsingu má nálgast hjá Byr fasteignasölu í síma 483-5800 og netfang: byr@byrfasteign.is

Nánara skipulag samkvæmt teikningu:
Anddyri, þaðan er gengi að öðrum vistarverum. Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi er á vinstri hönd, þaðan er útgengt út á timburverönd suðurs.
Svefnherbergin tvö, svefnloft er yfir hluta hússins. Baðherbergi er við anddyri. Inntaksrými er framan við anddyri. 
Gólfhiti er í allri eigninni. Gólfhitastýringar fylgja ekki. Gólfhiti er ísteyptur í botnplötu ásamt neysluvatnslögnum. Ídráttarrör er til staðar fyrir heitan pott.

Húsið er sumarhús á einni hæð byggt úr timbureiningum frá MVA á steyptum grunni. Að utanverðu er húsið klætt með standandi timburklæðningu. 
Þak er sperruþak með 30° halla.
Gluggar og gönguhurðir eru úr timbri frá BYKO, með tvöföldu einangrunargleri. 
Lóð og aðkeyrsluvegur er ófrágengin þjappaður malarpúði. Pláss verður fyrir þrjú bílastæði.
Timburverönd er uppsett undir skyggni í suðurátt, skjólveggir eru ekki uppsettir. Undir timburverönd eru þrjú ídráttarrör til að tengja heitan pott.
Gert ráð fyrir að hægt sé að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla, lagnaleið er til staðar.
Rotþró er staðsett norðan við húsið, aðgengi að þró er frá bílastæði. Sorpílát fylgja ekki.

Húsinu er skilað á byggingarstigi 4, matsstigi 4, þ.e. fokheld bygging.
Lagt er fyrir gólfhita, gólfhiti er ísteyptur í botnplötu ásamt neysluvatnslögnum, ekki á svefnlofti. Gólfhitakista er uppsett í inntaksrými. Gólfhitastýringar fylgja ekki. 

Útveggir verða fullbúnir að utan, einangraðir með rakavarnarlagi að innan. Innveggir uppsettir og klæddir með krossvið eða spónarplötum öðru megin.
Salarhæð í svefnherbergjum, gangi og baðherbergi er 2,3m, yfir því er svefnloft. Milligólf, uppsett er úr 45x195mm timburbitum.
Gólf á svefnlofti er klætt með gólfplötum og einangrað með hljóðeinangrandi steinull. Upptekið loft í alrými og svefnloft er einangrað og plastað.
Rafmagnstafla er til staðar og heimtaug er tengd. Lekaliði er komin upp og öryggi fyrir tvo tengla á vegg við töflu.
Kalt vatn er komið í hús. Rafmagnsinntak er greitt. Vatnsinntak er greitt, kominn krani.

Á svæðinu er sér vatnsveita sem rukkar fast árgjald fyrir kalt vatn. Hitaveita (HEF) er til staðar og er tengd inn í húsið og er rukkuð samkvæmt rennslishemli.
Félag húseiganda í Úlfsstaðaskógi hefur verið stofnað um lóðir 1-40 í Úlfsstaðaskógi, árgjald í félagið árið 2022 er kr. 40.000.-

Um er að ræða eign í byggingu og kemur það í hlut kaupanda að greiða skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati þegar það verður lagt á. 

Kjósi kaupandi að gera breytingar á skipulagi hússins mun hann gera það eftir afhendingu á eigin ábyrgð og í fullu samræmi við byggingarreglugerð.
Samþykktir aðaluppdrættir hönnuða eru gildandi ef upp kemur misræmi á milli þeirra og annarra gagna. Tölvuteikningar eru eingöngu til viðmiðunar, en endurspegla ekki endilega endanlegt útlit eignarinnar. 
 Allt auglýsinga og kynningarefni t.d. þrívíddar myndir/teikningar og litir í þeim eru eingöngu til hliðsjónar ekki er um endanlegt útlit að ræða. Athygli er vakin á því að á meðan byggingarframkvæmdum stendur áskilur seljandi sér allan rétt til að gera tækni-, efnis- og útlitsbreytingar. Allt myndefni birt með fyrirvara – byggingarnefndarteikningar gilda.

 Kaupandi skal strax eftir afhendingu og áður en hann hefur framkvæmdir ráða nýjan byggingarstjóra að húsinu, nema kaupandi semji við byggingarstjóra hússins um áframhaldandi starf. Sama gildir um alla aðra iðnmeistara að húsinu.
Skilyrði er að kaupendur klári framkvæmd og skráningu á byggingarstig 7, matsstig 7.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byr fasteignasala
https://www.byrfasteign.is
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache