ALDA fasteignasala og Páll Konráð kynna í einkasölu: Vel skipulögð þriggja herbergja íbúð/sérhæð á jarðhæð sem stendur á eignarlóð við Sólvallagötu 52,101 Reykjavík.
Eignin er þriggja herbergja með sérinngangi, merkt 0101, birt stærð íbúðar er 71,6m2. Eigninni tilheyrir geymsla birt stærð 4,7m2, samtals birt stærð séreignar samkvæmt FMR er því 76,3m2.
Nánari upplýsingar gefur Páll Konráð, Löggiltur fasteignasali, S:820-9322, pall@aldafasteignasala.is
Eignin samanstendur af andyri, eldhúsi, stofu , hjónaherbergi, barnaherbergi, baðherbergi og 2 geymslum.
Nánari lýsing:
Andyri: Gengið er inn í snyrtilegt andyri.
Eldhús: Snyrtileg L-laga eldhúsinnrétting með ofni, gashelluborði og tengi fyrir uppþvottavél, harðparket á gólfi. Útgengi frá eldhúsi í sameign með sameiginlegu þvottahúsi og geymslu íbúðarinnar, útgengi úr sameign á sameiginlega timburverönd.
Stofa: Rúmgóð og björt með harðparketi á gólfi.
Barnaherbergi: Stórt og rúmgott barnaherbergi með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi: Stórt og rúmgott hjónaherbergi með fataskápum og parketi á gólfi.
Baðherbergi: Snyrtilegt með flísalögðum sturtuklefa, salerni og flísum á gólfi.
Geymsla: Eru tvær, ein innan íbúðar og önnur í sameign.
Sameiginlegt Þvottahús: Er í sameign.
Nýlegar Framkvæmdir samkvæmt seljanda:
2017: Lagt nýtt harðparket frá Húsasmiðjunni í andyri, stofu og eldhús.
2017: Nýjar flísar og blöndunartæki inn á baðherbergi.
2017: Sett fallegt veggfóður í hjónaherbergi.
2016: Gert við steypu og múrskemmdir á ytra byrði eignar og húseign máluð.
2016: Þak málað og skipt um þakrennur.
2015: Skólp var myndað.
2012: Skipt um rafmagnstöflu í séreign.
Um er að ræða einstaklega vel skipulagða 3 herbergja íbúð á frábærum stað í miðbæ Reykjavíkur þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.
Athygli er vakin á því að seljandi hefur ekki búið í eigninni í lengri tíma og þekkir því ekki ástand hennar að öðru leyti en fram kemur í söluyfirliti. Seljandi getur ekki veitt frekari upplýsingar um ástand hennar en hægt er að kynna sér við almenna skoðun og söluyfirliti. Eignin selst í því ástandi sem hún er í og mun seljandi ekki gera neinar endurbætur á henni fyrir sölu.
Fasteignamat næsta árs er 51.550.000 kr.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Páll Konráð, löggiltur fasteignasali, sími 820-9322, pall@aldafasteignasala.is
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALDA fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.