RE/MAX kynnir til sölu fallega og vel skipulagða þriggja herbergja íbúð á jarðhæð með palli á eftirsóttum stað í vesturbæ Reykjavíkur. Eignin er skráð 82,6 fm að stærð, þar af er íbúðarrými 77,3 fm og geymsla 5,3 fm. Eignin er á frábærum stað þar sem stutt er í alla þjónustu, nálægð við Háskóla Íslands, stutt í grunnskóla og leikskóla. Húsið hefur verið mikið endurnýjað að utan á síðastliðnum árum.
- Harðparket lagt 2019
- Þakpappi endurnýjaður 2019
- Skipt um hluta af gleri og gluggum í húsinu 2017
- Sprunguviðgert og málað
- Inntak fyrir hitakerfi hússins og stýrisbúnaður þess endurnýjaðurSKOÐA EIGNINA Í 3-D HÉRNánari lýsing: Anddyri: Hol með mjög snyrtilegu fatahengi og skógeymslu. Parket á gólfi
Stofa: er rúmgóð og björt. Útgengt er út á verönd/pall. Parket á gólfi.
Eldhús: er opið inn í stofuna. Innrétting með ofni, span helluborði og fínu skápaplássi. Stæði fyrir uppþvottavél. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi: er mjög rúmgott og bjart. Útgengt er út á verönd/pall. Parket á gólfi.
Herbergi: er
mjög rúmgott og bjart. Parket á gólfi
Baðherbergi: er flísalagt í hólf og gólf. Baðkar, klósett,vaskur og upphengdur skápur.
Geymsla: 5,3 fm er í kjallara/jarðhæð
Sameign: sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla og þaðan er útgengt í fallegan og gróinn sameiginlegan suðurgarð.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir:
Úlfar Hrafn Pálsson, löggiltur fasteignasali í síma 623-8747 / ulfar@remax.is og Brynjar Ingólfsson MSc, löggiltur fasteignasaliGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.