Skráð 13. apríl 2022
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR-San Miguel de Salinas

FjölbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
66 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
15.400.000 kr.
Fermetraverð
233.333 kr./m2
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
200240222
Húsgerð
Fjölbýlishús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Svalir
Góð verönd og sér garður
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sameiginlegur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*NOTALEGAR OG VEL STAÐSETTAR ÍBÚÐIR Í EKTA SPÆNSKUM SMÁBÆ - FRÁBÆRT VERÐ"
Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 893 2495. adalheidur@spanareignir.is og 
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. karl@spanareignir.is

Fallegar og vel hannaðar nýjar íbúðir á frábæru verði á góðum stað í San Miguel de Salinas, rótgrónum spænskum smábæ rétt hjá fjölmörgum góðum golfvöllum og í örstuttu göngufæri frá verslunum, veitingastöðum, skóla, götumarkaði ofl. sem gerir lífið á Spáni skemmtilegt.  Um 50 mín akstur suður af Alicante. Eitt svefnherbergi, eitt baðherbergi, góð stofa, borðstofa og eldhús í opnu rými. Verönd og sér garður og auk þess aðgengi að sameiginlegum sundlaugargarði.
Skoða sýningaríbúð á staðnum eða með því að smella
HÉR

Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun.
Möguleiki á að kaupa sér stæði í bílakjallara.

Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni, t.d.  Las Colinas,  La Finca, Vistabella,  Las Ramblas, Campoamor, Villamartin.
Ca. 15 mín akstur er niður á ströndina í Dehesa de Campoamor og Cabo Roig ca. 15 mín. akstur í  La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina.

San Miguel de Salinas er notalegur, hefðbundinn spænskur bær með sál og sjarma, kirkjutorgi og götumarkaði.
Hér er um að ræða notalega eign í rólegu og fallegu umhverfi. Tilvalið fyrir ungar barnafjölskyldur sem vilja búa í sól og góðu veðri allt árið, enda er góður skóli í örstuttu göngufæri og öll þjónusta í nærumhverfi. Einnig draumastaður golfarans sem vill spila marga og skemmtilega golfvelli.

Hægt er að fá íbúðirnar afhentar fullbúnar húsgögnum og heimilistækjum, gegn auka gjaldi.

Verð: 
Íbúð á jarðhæð með sér garði, 2 svefnh. + 2 baðh. verð frá 129.900 evrum + kostn. (18.200.000 ISK + kostn. Gengi 1Evra=140ISK)
Íbúð á miðhæðum með góðum svölum, 2 svefnh. + 2 baðh. verð frá 109.900 evrum + kostn. (15.400.000 ISK + kostn. Gengi 1Evra=140ISK)
Íbúð á efstu hæð með 2 svefnh. + 2 baðh. svölum og  einka þakverönd, verð frá 139.900 evrum + kostn. (ISK 19.600.000 + kostn. Gengi 1 evra=140ISK)
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar í júní - des 2022

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.

Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með mjög hagstæðum vöxtum.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar:http://www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Við erum rótgróin íslensk fasteignasala og höfum um árabil sérhæft okkur í sölu fasteigna á Spáni.
Löggiltur íslenskur fasteignasali með mikla reynslu af fasteignasölu á Spáni sér um allt söluferlið og leggur áherslu á trausta og örugga þjónustu. Í boði eru góðar heildarlausnir þar sem öllu kaupferlinu er fylgt vel eftir frá upphafi til enda.
Við aðstoðum við að skipuleggja skoðunarferðina, velja staðsetningu og heppilega eign, kaupsamningsgerð, útvegum NIE númer, aðstoðum við fjármögnun, bankamál og allt sem til fellur.
Þú ert í góðum höndum hjá okkur.

Eiginleikar: ný eign, verönd, þakverönd, sameiginlegur sundlaugargarður, air con, golf,
Svæði: Costa blanca, San Miguel de Salinas,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
http://www.eignir.isEignir í sölu

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Villamartin Sumareignir
Villamartin Sumareignir
Spánn - Costa Blanca
60 m2
Raðhús
322
248 þ.kr./m2
14.900.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR-San Miguel de Salinas
SPÁNAREIGNIR-San Miguel de Salinas
Spánn - Costa Blanca
66 m2
Fjölbýlishús
322
233 þ.kr./m2
15.400.000 kr.
Skoða eignina Aðalstræti 1
Skoða eignina Aðalstræti 1
Aðalstræti 1
470 Þingeyri
81 m2
Hæð
312
185 þ.kr./m2
15.000.000 kr.
Skoða eignina Ólafsbraut 54
Skoða eignina Ólafsbraut 54
Ólafsbraut 54
355 Ólafsvík
71 m2
Fjölbýlishús
212
210 þ.kr./m2
14.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache