RE/MAX fasteignasala kynnir fallegt 5 herbergja miðraðhús á vinsælum stað í Salahverfinu. Húsið er skráð 196,4 fm á stærð og þar af er bílskúr 27,6 fm.Húsið er vel staðsett, stutt í skóla, leikskóla, verslun, apótek, heilsugæslu, sundlaug. Þetta er skemmtileg eign með fallegu útsýni sem vert er að skoða.
Húsið er á þremur pöllum með aukinni lofthæð og innfelldri lýsingu í miðrými og á efsta palli. Húsið skiptist í anddyri, baðherbergi, eldhús, stofu/borðstofu, fjögur svefnherbergi, rúmgott geymsluloft og bílskúr með öðru baðherbergi, þvottahúsi og geymsluofti. (Verið er að setja upp baðherbergi með sturtu innaf bílskúr og verður það klárt fyrir afhendingu. Sjá nánar á teikningu af innra skipulagi eignarinnar) Allar upplýsingar veitir Magnús Filip Sævarsson, löggiltur fasteignasali, magnus@remax.is, sími 691-6434.Skoðaðu eignina í 3D hér. (3D líkan sýnir skipulag eignar fyrir breytingu á baðherbergi)
Smelltu hér til þess að fá söluyfirlit sent strax.Nánari lýsing eignar:Miðpallur:
Anddyri: flísalögð með fataskáp, innangengt í bílskúr og svefnherbergi.
Bílskúr: úr anddyri er gengið inn í bílskúr, með flísum á gólfi. Inn af bílskúr er
baðherbergi, þvottahús og milliloft yfir hluta bílskúrs.
Svefnherbergi: rúmgott herbergi með parketi á gólfi og fataskáp með aðgengi upp á rúmgott milliloft.
Baðherbergi: með flísum á gólfi, baðkari, góðri "walk in" sturtu, snyrtilegri innréttingu og skáp. Upphengt klósett og handklæðaofn.
Efsti pallur:
Eldhús: flísalögð með góðri stórri innréttingu og stórum glugga
Stofa/borðstofa: bjart rými með aukinni lofthæð og stórum gluggum sem bjóða upp á fallegt útsýni. Úr stofu er gengið út á
svalir.Stigi: parket er á stiga milli palla og er gólflýsing meðfram stiganum.
Neðsti pallur:
Sjónvarpshol: með sérsmíðaðri innréttingu.
Hjónaherbergi: rúmgott með góðum skápum
Herbergi: parket á gólfi og fataskápur. Úr herbergi er útgengt út í garð.
Herbergi: með fataskáp og parket á gólfi.
Lóðin: Fyrir ofan húsið er hellulagt bílastæði með snjóbræðslu og lítil verönd með útigeymslu og bekk. Fyrir neðan húsið er skjólgóður garður með fjölbreyttum gróðri, skjólveggjum með lýsingu og veröndum úr timbri og hellum. Heitur pottur (hitaveitu) með stýringum.
Allar innréttingar, innihurðir og skápar eru sérsmíðuð af TAK innréttingum á Akureyri og hannaðar af Valgerði Sveinsdóttur, innanhússarkitekt.
Gegnheilt parket á gólfum og náttúruflísar á flísalögðum rýmum (utan bílskúrs). Hiti í gólfi á baði og forstofu.
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.