FYRIR OPIÐ HÚS: BJALLA NR 106.
ALDA fasteignasala kynnir í einkasölu
einstaka þriggja herbergja íbúð með
glæsilegu sjávarútsýni og
40 fm. svölum með
útsýni yfir
smábátahöfnina. Eignin er í heild sinni
87 fm. á
fyrstu hæð(ein hæð upp frá götu) í nýlegu húsi í
Bryggjuhverfi Reykjavíkur nánar tiltekið, Tangabryggja 18, 110 Reykjavík. Eignin telur tvö
rúmgóð svefnherbergi, stofu/borðsstofu, eldhús með
eyju, baðherbergi, sér þvottahús, geymslu í sameign og
stæði í
lokaðri bílageymslu.
Tangarbryggja 18 er byggð árið 2018 af Þ.G Verk sem hafa unnið við góðan orðsstír til fjölda ára. Stórglæsilegt sjávarútsýni er úr öllum herbergjum íbúðarinnar.Allar nánari upplýsingar veitir
Jón Guðni Sandholt löggiltur fasteignasali, sími:
777-2288 eða jon@aldafasteignasala.is.Nánari upplýsingar:
Forstofa er með fataskáp og parket á gólfi.
Hjónaherbergi er
13,1 fm. með parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi er
12,1 fm. með parket á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt með sturtu, upphengdu salerni, handklæðaofni og
góðum innréttingum.
Þvottaherbergi er með flísum á gólfi og tengi fyrir
skolvask.
Eldhús er með
innbyggðri uppvöskunarvél og
ísskáp. Bakarofn er í
vinnuhæð og helluborð, allt frá
Electrolux.
Stofa/
borðsstofa er
rúmgóð með parket á gólfi,
gólfsíðum gluggum að hluta til og þaðan er útgengt út á
stórar og glæsilegar 40 fm. svalir með fallegu útsýni yfir
smábátahöfnina.
Sérgeymsla er í sameign og telur hún 7.4 fm. geymslan er með
góðum hillum.
Sérmerkt bílastæði í
bílakjallara fylgir eigninni og búið er að leggja fyrir
bílahleðslustöð.
Lyfta er í húsinu og gengur hún niður í bílageymslu.Um er að ræða fallega og bjarta íbúð miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu í ört vaxandi hverfi við sjávarsíðuna. Örstutt er í frábærar gönguleiðir í Grafarvogi og Elliðárdal.Allar nánari upplýsingar veitir Jón Guðni Sandholt löggiltur fasteignasali, sími: 777-2288 eða jon@aldafasteignasala.is.Kostnaður kaupanda
Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar.
Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%.
Þinglýsingargjald er 2.500kr fyrir hvert skjal.
Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.