Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun.
BERG fasteignasala kynnir:
Vættaborgir 96 í Grafarvogi.
Flott 90,6 fm. 3ja. herb. íbúð á jarðhæð í fallegu tvíbýli í enda á lokaðri húsagötu. Frábær staðsetnig og útsýni. Óbyggt svæði í næsta umhverfi.
Komið er í anddyri með flísum á gólfi og góðum skápum. Komið inn á gang með parketi og góðu herbergi til hægri með skápum. Flott baðherbergi með vönduðum flísalögnum og sturtuklefa. Hiti í baðherbergisgólfi. Allt fyrsta flokks. Gott þvottahús með flísum á gólfi og innréttingu. Eldhúsið er með góðri innréttingu og eldhústækjum. Opið í bjarta og fallega stofu með parketi. Stórir gluggar og nær hluti þeirra niður í gólf. Flott ústýni. Útgengt er úr stofu/borðstofu á stóran sólpall með skjólveggjum sem snýr í suður. Rúmgott herbergi með parketi og fataherbergi inn af. Lítil geymsla með hyllum. Hiti er í gólfum í anddyri,gangi,baðherbergi og eldhúsi. Fallegur sameiginlegur garður með efri hæð. Tré og runnar. Flottar grjóthleðslur. Óbyggt svæði úmhverfis. Fallegt útsýni til Esjunnar og yfir Sundin. Góð aðkoma að húsi . Hellulagt bílaplan með snjóbræðslukerfi framan við hús. Barnvænt hverfi og fallegt umhverfi á vinsælum stað. Flottar gönguleiðir. Þetta er glæsileg eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar hjá Berg fasteignasölu í síma 588-5530 eða eftirfarandi starfsmönnum:
Pétur Pétursson löggiltur fasteignasali - sími 897-0047 - netfang: petur@berg.is
Heimasíða Berg fasteignasölu: www.berg.is
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Berg fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 74.400,- m/vsk
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
30/08/2018 | 35.600.000 kr. | 41.900.000 kr. | 90.6 m2 | 462.472 kr. | Já |
23/09/2011 | 19.200.000 kr. | 22.000.000 kr. | 90.6 m2 | 242.825 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
112 | 100.5 | 67,9 | ||
112 | 88 | 65,9 | ||
112 | 100.5 | 72,2 | ||
104 | 103.9 | 69,9 | ||
104 | 103.8 | 69,5 |