Borg fasteignasala kynnir í einkasölu mjög glæsilegt einbýlishús með stórum sérstæðum bílskúr á fallegum útsýnisstað í Kópavogi. Heildarflatamál hússins er 227,9 fm, þar af er bílskúr 43,5 fm skv skráningu í þjóðskrá. Húsið er á tveimur hæðum, vel skipulagt og samanstendur meðal annars af fimm svefnherbergjum, bjartri stofu, borðstofu og eldhúsi í alrými með aukinni lofthæð, sólstofu með útgengi út á stórar svalir með miklu útsýni, tveimur baðherbergjum, annað baðherbergið er inn af hjónaherbergi og þvottahúsi með útgengi út í garð. Fallegur afgirtur garður með palli ásamt stóru hellulögðu bílastæði fyrir framan hús, hellulögðu porti og garðhýsi á bakhlið. Garðurinn er afgirtur, viðhaldsléttur, gróinn og með fallegum trjágróðri og berjatrjám. Eignin er einstaklega vel staðsett innan hverfisins með frábæru útsýni og stóru óbyggðu svæði sem auðvelt aðgengi er að í gegnum hlið á bakhlið hússins. Róleg staðsetning í rótgrónu hverfi þar sem stutt er í margþætta þjónustu, skóla og útivist. Falleg eign sem vert er að skoða.
Bókið skoðun og fáið allar frekari upplýsingar hjá Heiðu í síma 779-1929 og á netfanginu heida@fastborg.is
Nánari lýsing:
Efri hæð er pallaskipt og eru stofa, borðstofa, eldhús og sólstofa á efri palli en baðherbergi og svefnherbergin á þeim neðri.
Anddyri er flísalagt með fatahengi.
Rúmgott hol með með flísum á gólfi, þaðan eru flísalagðar tröppur upp á efri pall og stigi niður á neðri hæð hússins.
Þrjú svefnherbergi með parketi á gólfi og eru tvö þeirra með skápum.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, stór sturta, gluggi.
Stofa/borðsstofa er mjög björt með stórum gluggum og miklu útsýni, parketi á gólfi, aukinni loftæð, kaminu í stofu. Stofan, borðstofan og eldhús eru í alrými og er þaðan útgengi út í sólstofu.
Sólstofa með flísum á gólfi, útgengi út á stórar svalir sem ná yfir þvert húsið. Frábært útsýni.
Eldhús með parketi á gólfi, stílhreinni viðarinnréttingu, flísum á milli skápa og plássi fyrir uppþvottavél.
Neðri hæð:
Þvottahús er með flísum á gólfi, innréttingu og eru vélar í góðri vinnuhæð, gluggi og útgengi í bakgarð.
Herbergi með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi, góðu skápaplássi með innangent inn á rúmgott baðherbergi.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, baðkar, gluggi.
Bílskúr er 43,5 fm, sérinngangur á hlið, sjálfvirkur hurðaopnari, hiti og rafmagn.
Bókið skoðun eða fáið frekari upplýsingar hjá Heiðu, löggiltum fasteignasala í síma 779-1929 eða á netfanginu heida@fastborg.is
FASTEIGNAMAT NÆSTA ÁRS ER KR. 117.300.000,-
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Borg fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.