Einstaklega vandað og fallegt, nýtt 5 herbergja einbýlishús á einni hæð ásamt innbyggðum 47.3 fm. bílskúr. Húsið er byggt árið 2022, steinsteypt og flísalagt að utan. Hiti er í öllum gólfum hússins. Eignin er virkilega vönduð með sérsmíðuðum innréttingum, mjög mikilli lofthæð og vönduðum tækjum. Gert er ráð fyrir sólpalli við suður- og vesturhlið hússins, lagnir fyrir heitan pott eru til staðar. Lóð er tyrfð og innkeyrsla er steypt.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 239 fm. og þar af er bílskúr 47,3 fm.Smellið hér til að skoða eignina í 3DNánari lýsing eignar:Forstofa með góðum skáp og flísum á gólfi.
Hol er parketlagt.
Gestabaðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, snyrtileg, innrétting, innangeng sturta, handklæðaofn og upphengt salerni.
Eldhús er opið inn í stofu, með vandaðri innréttingu ásamt eldunareyju og góðum tækjum, ofn, örbylgjuofn, helluborð og innbyggð uppþvottavél. Parket á gólfi.
Stofa er rúmgóð og björt með hurð út á verönd. Eldhús og stofa liggja saman í stóru opnu rými. Parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, hvít innrétting, innangeng sturta, upphengt salerni og handklæðaofn. Hurð út á verönd.
Gangur er parketlagður
Hjónaherbergi rúmgott með parketi á gólfi og fataskáp. Hurð út á verönd.
Svefnherbergi I rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi II rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi III rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi.
Þvottahús rúmgott með hvítri innréttingu með vask og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Flísar á gólfi og hluta af vegg. Hurð út á verönd.
Bílskúr rúmgóður með epoxy á gólfi, vaski, bílskúrshurð og hurð út á lóð. Innangengt er í bílskúr frá forstofu.
Um er að ræða eign á vinsælum stað í Stapaskólahverfi í Reykjanesbæ. Falleg náttúra er allt um kring og stutt í ýmiskonar útivistarmöguleika. Samgöngur til og frá svæðinu eru auðveldar og stutt upp á Reykjanesbraut. Stapaskóli, einn glæsilegasti leik- og grunnskóli landsins hefur tekið til starfa í þessu vaxandi hverfi og jafnframt mun opna þar almenningssundlaug og íþróttahús.Allar nánari upplýsingar um eignina veita Kristján Baldursson löggiltur fasteignasali í síma 867-3040 eða á netfangið kristjan@trausti.is og Sonata Szczepanek í síma 764-6334 eða á netfangið sonata@trausti.is