Verkáætlun/Afhending: Afhending til að hefja framkvæmdir að innan desember 2022. Stefnt er að framkvæmdum ljúki utanhúss á árinu 2022 (háð veðurfari o.fl ) en gæti lokið eigi síðar en maí, 2023.
Upplýsingar um eignina veitir: Sigurður Tyrfingsson löggiltur fasteignasali og Húsasmíðameistari s. 898-3708 eða sigurdur@gardatorg.is
Garðatorg eignamiðlun er staðsett á Garðatorgi 7 í Garðabæ.
Skilalýsing:
Húsið skilast fullbúið að utan og grófjöfnuð lóð. Að innan skilast húsið einangrað og rakasperra í loft, útveggir múrhúðaðir.
Að utan verður húsið múrhúðað og einangrað að innan. Málað í ljósum lit. Gluggar eru ál/tré. Stærð húsa er samkvæmt skráningatöflu hönnuða ( á ábyrð hönnuða ) Það athugist að 3D myndir eru til að gefa vísbendingar af útliti og skipulagi hússins, sama á við um lóðauppdrátt.
Burðarvirki: Söklar, plötur, útveggir og berandi veggir hússins eru steinsteyptir og jarnbentir.
Útveggir: Veggir eru einangraðir að innan og múrhúðaðir. Steyptir milliveggir verða slípaðir fyrir sparsl.
Gluggar/hurðir og gler: Gluggar eru Ál/tré að innan og litað ál að utan, glerjaðir með þreföldu-gleri, gler í stofugluggum eru með tvöföldu þykku gleri. Bílskúrshurðin er ál, einangruð.
Þak: Þakvirkið er steinsteypt og jarnbent og að hluta til úr timbursperrum, heilklætt, þakpappi eða PVC dúk. Þakið er einangrað í timburhlutanum, steypti hlutin er einangraður og fullfrágengin.
Milliveggir: Léttir milliveggir fylgja, hlaðnir úr létt steini, ósparslaðir.
Loft: Timburloft eru einangruð með rakasperru með rafmagnsgrind. Steypt loft einangruð að utanverðu.
Hitakerfi: Gólfhitalagnir ísteyptar í bílskúr, að öðru leiti eru gólfhitalagnir lagðar ofan á steypta plötu og Anhydrit flotílögn lögð yfir. Stofinntök komin og hita hleypt á húsið.
Raflagnakerfi: Rör og dósir lagðar í steypta veggi, útveggi, milliveggi og loft. Stofninntak og rafmagnstafla komið. Ídregið eingöngu fyrir vinnuljós.
Loftræsting: Loftræstirör eru innsteypt samkvæmt teikningu. Vélræst loftræsting með inn og útsogi. Tölva fylgir ekki með kaupum.
Svalir: Fljótandi glerhandrið.
Lóð: skilast grófjöfnuð, skjólveggir, plön, stígar fylgja ekki. Sorptunnuskýli er ekki innifalið (er tekið með lóðafrágangi). + - 30 cm frá endanlegum jarðvegi.
Byggingin skal að öðru leyti uppfylla öll ákvæði byggingareglugerðar. Sérstaklega er bent á mannvirkjalög í þessu sambandi.
Húsið skal að öðru leyti byggt og því skilað í samræmi við lög og reglur varðandi nýbyggingar.
Allir aðkeyptir byggingarhlutar sem notaðir verða í byggingunni munu vera af viðurkenndri gerð
Aðilar eru sammála um að eiga gott samstarf við frágang og endanlegar útfærslur. Allur frágangur og útfærslur verði í samræmi við teikningar og hönnun hússins.
Afhending: Verkáætlun. Stefnt er að framkvæmdum ljúki eigi síðar en desember 2022 til afhendingar innanhús, telst afhending hafa farið fram þegar kaupandi getur eða vill byrja að vinna í húsinu. Frágangur utanhúss, múrverk o.fl getur dregist fram á vorið maí 2023 ef veðurfar leyfir ekki annað. Dragist afhending vegna orsaka sem seljandi ræður ekki við t.d. v. verkfalla eða veðurs, hamfara eða annarra slíkra atriða mun seljandi ekki greiða sérstakar bætur vegna þess til kaupanda, heldur munu afhendingargreiðslur skv. kaupsamningi dragast sem seinkunn nemur.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður innheimt 0,3% af endanlegu, væntanlegu brunabótamati. Seljandi hefur að fullu greitt gatnagerðargjöld svo og byggingaleyfisgjöld. Önnur gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa eru stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% Stimpilgjald af veðskuldabréfi -. þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
210 | 179.7 | 139,4 | ||
210 | 183.8 | 139,9 | ||
210 | 212.6 | 129,9 | ||
201 | 183.8 | 123,9 | ||
270 | 187.4 | 119,9 |