Litli Bær sem er lítið einbýlishús í Bæ í Bæjarsveit 311 Borgarnesi.
Sælureitur í sveit. Um er að ræða 40,5 fm hús skráð sem einbýlishús byggt árið 1976 skv. skráningu FMR, ásamt stakstæðri geymslu, sem stendur á 10.000 fm eignarlóð. Hitaveituréttindi tilheyra eigninni, alls 2,75 míntulítrar af 98° heitu vatni og ljósleiðari kominn í hús en ótengdur. Kalt vatn frá Veitum. Varmaskiptir á heitu vatni. Eigninni fylgir hlutdeild í Bæjarskógi.
Nánari lýsing: Húsið sem er timburhús skiptist í forstofu, baðherbergi með baðkari svefnherbegi og alrými sem er seturými og eldhúsaðstaða. Á gólfum er parket og veggir eru panelklæddir. Húsið sjálft er mjög sjarmerandi m.a. eru innihurðir sem voru upprunalega í húsi barónsins á Hvítárvöllum. Geymsla er óeinangruð en tengd rafmagni.
Aðkoma að húsinu er mjög falleg. Ekið er af afleggjara um trjágöng að húsinu. Sólpallar eru við húsið og þar er heitur pottur. Lóðin er sannkallað listaverk, skjólgóður sælureitur, grasflatir með margvíslegum gróðri, runnum og trjám sem plantað hefur verið undanfarna áratugi. Þar hefur m.a. verið varðveittur munkalaukur sem rekja má allt aftur til þess er klaustur var á Bæ til forna. https://www.ruv.is/frett/thusund-ara-laukur-i-bae
Litli Bær er mjög vel staðsettur miðsvæðis í Borgarfirði á friðsælum stað í litlum þéttbýliskjarna.
Þar sem fasteignin Litli Bær er skráð sem einbýlishús á íbúðarhúsalóð má hafa þar lögheimili og njóta þar með allrar þjónustu sem sveitarfélagið býður upp á.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Byggt 1976
40.5 m2
2 Herb.
Fasteignanúmer
2106325
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Nes fasteignasala kynnir eignina:
Litli Bær sem er lítið einbýlishús í Bæ í Bæjarsveit 311 Borgarnesi.
Sælureitur í sveit. Um er að ræða 40,5 fm hús skráð sem einbýlishús byggt árið 1976 skv. skráningu FMR, ásamt stakstæðri geymslu, sem stendur á 10.000 fm eignarlóð. Hitaveituréttindi tilheyra eigninni, alls 2,75 míntulítrar af 98° heitu vatni og ljósleiðari kominn í hús en ótengdur. Kalt vatn frá Veitum. Varmaskiptir á heitu vatni. Eigninni fylgir hlutdeild í Bæjarskógi.
Nánari lýsing: Húsið sem er timburhús skiptist í forstofu, baðherbergi með baðkari svefnherbegi og alrými sem er seturými og eldhúsaðstaða. Á gólfum er parket og veggir eru panelklæddir. Húsið sjálft er mjög sjarmerandi m.a. eru innihurðir sem voru upprunalega í húsi barónsins á Hvítárvöllum. Geymsla er óeinangruð en tengd rafmagni.
Aðkoma að húsinu er mjög falleg. Ekið er af afleggjara um trjágöng að húsinu. Sólpallar eru við húsið og þar er heitur pottur. Lóðin er sannkallað listaverk, skjólgóður sælureitur, grasflatir með margvíslegum gróðri, runnum og trjám sem plantað hefur verið undanfarna áratugi. Þar hefur m.a. verið varðveittur munkalaukur sem rekja má allt aftur til þess er klaustur var á Bæ til forna. https://www.ruv.is/frett/thusund-ara-laukur-i-bae
Litli Bær er mjög vel staðsettur miðsvæðis í Borgarfirði á friðsælum stað í litlum þéttbýliskjarna.
Þar sem fasteignin Litli Bær er skráð sem einbýlishús á íbúðarhúsalóð má hafa þar lögheimili og njóta þar með allrar þjónustu sem sveitarfélagið býður upp á.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.