STOFN Fasteignasala og Benedikt s: 661 7788 kynna: Í einkasölu 71 fm. Þverásbyggð 26 við Stóra-Fjallsveg 311, Borgarbyggð.
Mjög fallegt sumarhús og þar af eru óskráðir 29 fermetrar hjá FMR. Og tilheyra þessir fermetrar nýlegu viðbyggingunni sem er stofan og hjónaherbergi. Eignin er skráð sem hér segir hjá FMR, birt stærð 41.8 fm. Eignin stendur á afgirtri 6.900 fm. leigulóð. Ársgjald fyrir lóðarleigu og veggjald er sirka kr. 48.000.-
Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson Lgf. í síma 6617788, tölvupóstur bo@faststofn.is
Eignin skiptist í:
Forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, hjónaherbergi, svefnherbergi, baðherbergi, tengi fyrir þvottavél, búr/geymsla
Lýsing eignar:
Forstofa með fataskáp og hengi, nýlega lagt harðparket á forstofuna og setja lista kringum nýlega útihurð.
Eldhúsið er snyrtilegt með hvítri innréttingu, harðparket á gólfi.
Miðrými / borðstofa er innaf eldhúsi sem er mjög sjarmerandi og hlýlegt rými.
Stofa / sjónvarpshol er í nýju viðbyggingunni með fallegri nýlegri kamínu og nýlegu parketi.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott sem er í nýju viðbyggingunni, fatahengi, nýlegt harðparket á gólfi.
Svefnherbergið er mjög rúmgott, nýlega lagt parket á gólfið ( sést ekki á mynd).
Baðherbergið er með góðum sturtuklefa, fallegri innréttingu, stór hitatúpa og tengi fyrir þvottavél, nýlega lagt harðparket á gólfið ( sést ekki á mynd)..
Geymsla / búr er til hliðar við eldhúsið sirka 4 fm geymsla.
Sumarhúsið er með nýlega útidyrahurð, nýlegt gólfefni á allri eigninni, rafmagns-kynding, nýleg hitatúpa, nýlegt járn á þaki, nýleg viðbygging. Sjón er sögu ríkari,
Aksturstími til Þverásbyggðar 26 frá Reykjavík er sirka 1 klst. akstur (89,4 km). Frá Þverásbyggð 26 til Borgarnes er sirka 15-17 mín. akstur.
Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali 661-7788, tölvupóstur bo@faststofn.is
Starfsmenn hjá STOFN Fasteignasölu hafa "Heilindi - Dugnað - Árangur að leiðarljósi."
"Þarft þú að selja? Ég bíð þér upp á frítt verðmat. "Við sjáum um ljósmyndun og drónamyndatökur á eigninni þinni"
"Ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir þig í sambandi við kaup eða sölu á fasteign þá er minn er heiðurinn að vera fasteignasalinn þinn og þinna.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.