Skráð 20. ágúst 2022
Deila eign
Deila

Víkurlundur (Brautarholt Mýri) Fljótum

SumarhúsNorðurland/Fljót-570
65.4 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
23.700.000 kr.
Fermetraverð
362.385 kr./m2
Fasteignamat
13.300.000 kr.
Brunabótamat
26.200.000 kr.
Byggt 1950
Garður
Útsýni
Sérinng.
Fasteignanúmer
2143956
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Talið í lagi, eigendr bústaða á svæðinu eiga eigin vatnsveitu
Raflagnir
Talið í lagi. Rafmagnstafla er nýleg.
Frárennslislagnir
Talið í lagi, sér rotþró
Gluggar / Gler
Talið í lagi
Þak
Talið í lagi
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Rafmagnskynding
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Gólfhalli er milli borðstofu og stofu.
 
Skemmtilega staðsett 3ja herberja 65,4 m² sumarhús á 1155,9 m² leigulóð úr landi Brautarholts í Haganesvík í Fljótum.
Húsið ber nafnið Víkurlundur og stendur rétt við Hópsvatn.


Eignin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, gang, tvö svefnherbergi og baðherbergi. 
Eignin er með skráð bygginarár 1950 og var þá um 24 m² að stærð. Á árunum 1983-1988 var húsið mjög mikið endurnýjað og byggt við og er það í dag skráð 65,4 m² að stærð. Elsti hlut hússins er með steypt gólfi en timburgólf eru í viðbyggingunum.

Komið er inn í eldhús og borstofu með ljósu plast parketi á gólfi og ljósri innréttingu. Kamína er í þessu rými. Nýleg útidyrahurð.
Úr borðstofunni er gengið inn í stofu með ljósu plast parketi á gólfi og gluggum til þriggja átta.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með ljósu plast parketi á gólfi. Úr öðru herberginu er hurð út á verönd og fellistigi í loftinu upp á loft sem er yfir hluta hússins.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, handlaug, wc, sturtuklefa og opnanlegum glugga. Tengi er fyrir þvottavél inn á baðherberginu sem fylgir með við sölu eignar.

Lóðin er leigulóð, 1.155.9 m² að stærð og girt af.
Tveir geymsluskúrar eru á lóðinni, annar (um 13 m² og óeinangraður) hugsaður sem eldiviðageymsla og hinn sem vélageymsla (um 15 m²) og er hann að stærstum hluta einangraður. Þar er lagt fyrir vatni og rafmagni. 

Annað
- Rafmagnskynding
- Fyrir framan húsið er timbur verönd með heitum potti/rafmagnspottur. Veröndin er um 70 m² að stærð.
- Lóðin er leigulóð, 1.155.9 m² að stærð og girt af.
- Gott útsýni er frá húsinu.
- Innbú að undanskildum persónulegum munum fylgir með við sölu eignar.
- Hitaveita er á svæðinu og ljósleiðari.
- Eignin er í einkasölu
 
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
BD
Björn Davíðsson
Löggiltur fasteignsali
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache