Skráð 18. ágúst 2022
Deila eign
Deila

Blikanes 16

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
376.6 m2
8 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
105.150.000 kr.
Brunabótamat
102.450.000 kr.
Byggt 1966
Þvottahús
Garður
Fasteignanúmer
2069362
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
2
Hæðar í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
ekki vitað
Raflagnir
ekki vitað
Frárennslislagnir
ekki vitað
Gluggar / Gler
ekki vitað
Þak
ekki vitað
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
ALDA fasteignasala kynnir kynnir glæsilegt og mikið endurnýjað einbýlishús á um 1216,0 m² eignarlóð á Arnarnesinu.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Halldór Kristján Sigurðsson, löggiltur fasteignasali,  í síma 618-9999, tölvupóstur halldor@aldafasteignasala.is


Birt stærð eignar samkv. Þjóðskrá Íslands: Íbúðarhluti 224,9 m2, bílskúr 42 m2, samtals 266,9 m2 en húsið hefur verið stækkað og er í dag 376,6 m2 

Um er að ræða fallegt og stílhreint hús á tveimur hæðum sem stendur hátt á lóðinni og hefur því góðan suðurgarð og skjólsæla verönd. Húsið hefur nánast algjörlega verið endurnýjað á undanförnum 4 árum á vandaðan og smekklegan máta og húsið stækkað til muna.


Nánari lýsing; Komið er inn í opna forstofu með fataskápum. Nett gestasnyrting er næst forstofunni.

Opið alrýmými tekur við og tengir fallega saman eldhús, stofur og svefnherbergisálmuna.

Eldhúsið er stórt og vel búið innréttingu með miklu skápa- og geymsluplássi, gott vinnupláss, stór og vegleg eyja með aðstöðu til að borða við en þar er einnig vínkælir og gott skúffupláss. Glæsileg granít borðplata (Black Beauty) frá Granítsteinum með fallegri mattri leður áferð. Vönduð eldhústæki frá Siemens, tveir ofnar, tvær uppþvottavélar, 90 cm breytt span helluborð og smart háfur yfir, þá er tvöfaldur Samsung ísskápur/frystir haganlega innfeldir.

Stofurnar eru 2, stór borðstofa næst eldhúsinu en þar eru nú komnir gólfsíðir gluggar og stór rennihurð út í garð á hellulagða verönd (mót norð-vestri). Setustofa fyrir miðju er með fallegum arni með loftflæðistýringu, stór og vegleg setustofa er með gólfsíðum gluggum og tvöfaldri opnanlegri hurðsem opnast út á suðurverönd með hellulögðu rými sem hefur verið aðeins afgirt með dökku gleri sem tryggir bæði skjólríkt og persónulegt svæði fyrir íbúa hússins.

Inn af stofunni er ágætt herbergi sem hugsað var sem skrifstofa eða húsbóndaherbergi en hentar einnig sem svefnherbergi.

Á svefnherbergisgangi eru nú 3 herbergi og snyrting;
Rúmgott unglingaherbergi með góðum gluggum.
Barnaherbergi – heldur minna en hitt.
Hjónasvíta þar sem falleg hönnun og hljóðdempandi útfærslur gera einstakt rými bæði smart, notendavænt og huggulegt. Herbergið er með góðum gluggum þar sem gott loftflæði er tryggt (4 opnanleg fög), Fataherbergi með dökkri innréttingu og hljóðdempun, þá er hluti herbergisins og loft klætt hljóðdempandi plötum með fallegri viðarklæðningu sem setur einstsakan svip á rýmið. Frístandandi baðkar, reyklitaðir speglar og svört innrétting setja punktinn yfir I-ið. Sér baðherbergi með sturtu og upphengdu salerni er einnig inn af hjónaherberginu.

Neðri hæð:
Frá gangingum er gengið niður glæsilegan viðarstiga milli hæðanna í rými sem áður var óinnréttað og vannýtt. Þar eru nú tvö glæsileg herbergi (ca 16 fm hvort) með góðum gluggum (nýjum), notalegt samverurými/stofa, baðherbergi með sturtu, innréttingu og upphengdu salerni og rými sem nýta mætti sem nett eldhús/bar eða líkamsræktaraðstaða svo eitthvað sé nefnt.

Bílskúrinn er rúmgóður, ca 1 1/2 breidd, flísalagður og málaður með gluggum og góðri hurð. Inn af bílskúr er stór og góð geymsla.

Umhverfis húsið er gróinn og fallegur garður, verönd bæði fyrir framan og aftan húsið og stór og góð aðkoma þar sem næg bílastæði eru.

Nánari upplýsingar veitum við fúslega: 
Halldór Kristján Sigurðsson, löggiltur fasteignasali,  í síma 618-9999, tölvupóstur halldor@aldafasteignasala.is.


Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALDA fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
12/04/201890.850.000 kr.92.000.000 kr.266.9 m2344.698 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2022
Mynd af Halldór Kristján Sigurðsson
Halldór Kristján Sigurðsson

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Súlunes 16
Skoða eignina Súlunes 16
Súlunes 16
210 Garðabær
367.1 m2
Einbýlishús
724
566 þ.kr./m2
207.900.000 kr.
Skoða eignina Dýjagata 16
Bílskúr
Skoða eignina Dýjagata 16
Dýjagata 16
210 Garðabær
396.7 m2
Einbýlishús
633
751 þ.kr./m2
298.000.000 kr.
Skoða eignina Lækjarás 10
Skoða eignina Lækjarás 10
Lækjarás 10
110 Reykjavík
429.2 m2
Einbýlishús
926
482 þ.kr./m2
207.000.000 kr.
Skoða eignina Fýlshólar 1
Skoða eignina Fýlshólar 1
Fýlshólar 1
111 Reykjavík
389 m2
Einbýlishús
1059
488 þ.kr./m2
189.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache