Snyrtileg og vel skipulögð íbúð á 1. hæð í rólegri íbúðagötu í miðborg Reykjavíkur við Vífilsgötu 7
* Frábær staðsetning í miðbæ Reykjavíkur
* Tvö svefnherbergi
* Góð fyrstu kaup! EIGN SEM ER VERT AÐ SKOÐA!
Nánari upplýsingar veita:
Árni B. Kristjánsson B.A í lögfræði / lgf. S: 616-2694 arni@palssonfasteignasala.is
Páll Heiðar Pálsson lgf. í síma 775-4000 eða palli@palssonfasteignasala.is
*****palssonfasteignasala.is*****
****www.verdmat.is***** Birt stærð samkv. Þjóðskrá Íslands er 55,6 m2.
Fasteignamat 2023 er 42.900.000 kr.Eignin skiptist í rúmgóða stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, geymsla og sameiginlegt þvottahús í kjallara.
Forstofa með dúk á gólfi. Inn af forstofu er lítil
geymsla undir stiga.
Baðherbergi er með baðkari, nýlegt salerni, vaskur og opnanlegur gluggi. Plastparket á gólfi.
Eldhús er með sérsmíðaðri eldri innréttingu með viðaráferð og opið búr þar inn af. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi með góðum fataskáp. Parket á gólfi.
Barnaherbergi er inn af forstofu. Parket á gólfi.
Stofan er rúmgóð með hornglugga sem gefur góða birtu. Parket á gólfi.
Sameiginlegt þvottahús í kjallara.
Nýlega var stofnað húsfélag fyrir Vífilsgötu 5 og 7. Ekki er búið að ákveða hver húsfélagsgjöld verða en mikill metnaður er innan hússins að gera vel og sinna því viðhaldi sem þarf.
Endurnýjað af núverandi eiganda:
2022 skipt um glugga og gler þar sem þurfti. Lokafrágangur klárast á næstu vikum og verða framkvæmdir við glugga skipti greidd af seljanda.
Endurnýjað m.a. að sögn fyrri eiganda:Árið 2021 var endurnýjað í baðherbergi, salerni, vaskur o.fl., nýir rafmagnsvírar dregnir í íbúð og parket slípað. Árið 2017 var járn á þaki endurnýjað, ásamt því að þakkantur var viðgerður, skipt var um þakbita og þakborð þar sem þurfti. Einnig var skipt um rennur.
Sérlega vel staðsett eign í mikilli nálægð við leikskóla, grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Göngufjarlægð í miðbæinn, verslun, þjónustu og útivist t.d í Öskjuhlíð, Klambratúni og Nauthólsvík.Smelltu hér fyrir góð ráð fyrir kaupendurNýjustu fréttir af fasteignamarkaðnumGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.