Eignatorg kynnir: Eignin er seld og í fjármögnunarferli.
Falleg og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á annarri og efstu hæð með sérinngangi. Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarson og steinað að utanverðu. Mikið og fallegt útsýni er til suðurs og austurs frá stofum.
Skv. skráningu Þjóðskrár er íbúðin 113,1 fm. Inn í þá skráningu vantar tvær sér geymslur í kjallara.
Nánari lýsing: Sérinngangur og forstofa er á fyrstu hæð hússins. Steyptur stigi er upp á hæðina. Stigapallur. Hol með flísum á gólfi. Eldhús með flísum á gólfi, eldri innréttingu, borðkrók og glugga. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu. Rúmgóð og björt stofa og borðstofa með parketi á gólfi, gluggum til suðurs og hurð út á austur- og suður svalir. Svefnherbergisgangur með parketi á gólfi og klæðaskáp. Herbergi með parketi á gólfi og skáp. Herbergi með parketi á gólfi og skáp. Hjónaherbergi með parketi á gólfi og skápum. Baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum að hluta, innréttingu, baðkari, línskáp og glugga.
Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og tvær sérgeymslur.
Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 0 - 85.000.- Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.