EIGNIN ER SELD
VALBORG kynnir í einkasölu fallega íbúð við Aldinmörk 2, 810 Hveragerði.
Eignin er samtals 75,3 m² m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Íbúðin er nýleg, þriggja herbergja á 2. hæð með sérinngangi.
Mikil lofthæð með mjög góðri hljóðvist. Í lofti er Clipso hljóðdúkur.
Eignin telur forstofu, alrými með eldhús og stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu.
Eignin er staðsett í hjarta Hveragerðis.
Nánari lýsing:
Anddyri með flísum á gólfi og tvöföldum fataskáp.
Alrými með stofu og eldhúsi. Útgengt er frá stofu út á suður svalir.
Eldhús er með sérsmíðaðri innréttingu. Spanhelluborð, vifta og bakarofn í vinnuhæð frá AEG. Innbyggður ísskápur með frysti.
Baðherbergi er flísalagt. Sturta er flísalögð, vegghengt salerni, vaskaskápur og speglaskápur.
Svefnherbergi I er með fjórföldum fataskáp.
Svefnherbergi II er með tvöföldum fataskáp.
Geymslan er 3,2fm að stærð og er inni í íbúðinni.
Sérinngangur er í íbúðina, utanáliggjandi stigi.
Eignin er á svokölluðum Edenreit, miðsvæðis í Hveragerði.
Lóð og bílstæði frágengin og snyrtileg.
Stutt í skóla, verslun og þjónustu.
Miðsvæðis er leiksvæði og sælureitur með litlum gróðurhúsum sem íbúar geta fengið að njóta góðs af.
Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til
seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.