ALLT FASTEIGNASALA– S: 560-5515 kynnir í einkasölu:
Mjög fallega, rúmgóða og bjarta 4.herbergja efri sérhæð við Hlíðargötu 20 í Suðurnesjanesbæ. Eignin er 184.8 fm og þar af er innangengur bílskúr 32.3 fm. Þrjú afar rúmgóð svefnherbergi eru í eigninni, gengið er út á svalir frá hjónaherbergi. Eldhús er bjart með hvítri innréttingu og er opið inn í borðstofu/stofu. Upptekin loft eru í stofu. Innangengt er í þvottahús/bílskúr frá íbúðinni. Eldra baðherbergi með flísum í hólf og gólf, salerni, baðkari og vaskinnréttingu. Þvottahús er rúmgott á neðri hæð hússins og er útgegnt þaðan út í stóran garð. Frá þvottahúsi er innangengt í bílskúr.
*** Ótrúlega sjarmerandi, björt og spennandi eign á góðum stað í Suðurnesjabæ**
*** Nýjir gluggar og svalarhurð
*** Endurnýjaðar vatnslagnir
*** 3. rúmgóð svefnherbergi,möguleiki á 4. svefnherbergi.
*** Aukin lofthæð í alrými
*** Sér inngangur
*** Innangengt í bílskúr
*** Frábær staðsetning sem stutt er í alla helstu þjónustu
*** Frábær fjölskyldueign
*** Stór garður
Eldhús: Hvít vel með farin innrétting.
Hjónaherbergi: Rúmgott, eikarparket á gólfi. Útgengt á góðar suðursvalir frá hjónaherbergi.
Barnaherbergi: Rúmgott, eikarparket á gólfi, fataskápur.
Barnaherbergi: Rúmgott, eikarparket á á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi: Flísar í hólf og gólf. Baðkar, salerni og vaskinnrétting.
Borðstofa/stofa: Afar rúmgóð og björt. Eikarparket á gólfi. Aukin lofthæð.
Forstofa: Rúmgóð forsstofa.
Þvottahús: Þvottahús er rúmgott á neðri hæð, innangengt frá íbúð.
Bílskúr: Góður innangengur bílskúr
***Afar sjarmerandi, björt og vel skipulögð fjölskyldueign á frábærum stað í nálægð við grunnskóla, leikskóla, verslun og fleira, sem sannarlega er vert er að skoða ***
Nánari upplýsingar og bókanir í skoðun veitir Elínborg Ósk lfs. í síma 823-1334 og á netfanginu elinborg@allt.is
og Unnur Svava lfs. á netfanginu unnur@allt.is.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.500 kr af hverju skjali.
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.