Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:Vel skipulögð 128,4 fm fjögurra herbergja íbúð með tveimur garðsvölum. Íbúðin er á 1. hæð, merkt 0102. Þar af er sér geymsla í kjallara 9,9 fm. Eignin skiptist í gang og opið alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Hjónaherbergi, tvö barnaherbergi, baðherbergi með aðstöðu og tengi fyrir þvottavél og þurkkara. Sér geymsla í kjallara ásamt sameiginlegri hjól- og vagnageymslu.
Allar innréttingar eru hannaðar af innanhússhönnuðunum Berglindi Berndsen og Helgu Sigurbjarnadóttur.
Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661 6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.isSmelltu á link til að skoða íbúð í 3-DNánari lýsing:
Gangur / hol með fataskápum og harðparket á gólfi ásamt aðgengi í önnur rými.
Stofa, borðstofa og eldhús er í opnu, björtu og rúmgóðu alrými með harðparket á gólfi.
Gólfsíðir gluggar og útgengi út á svalir í suður sem og útgengi út á sérafnotareit íbúðar í vestur.Eldhúsinnrétting með með innbyggðum ísskáp og tengi og aðstöðu fyrir uupþvottavél. Efri og neðri skápar, bökunarofn og vaskur. Eyja með helluborði og háf ásamt gott skápapláss aum gott vinnu og borðpláss. Hægt er að vera með nokkra stóla við eyju.
Hjónherbergi er með harðparket á gólfi og
sér fataherbergi með innréttingu sem hægt er að loka af með rennihurðum.
Tvö barnaherbergi, bæði mjög rúmgóð með fataskápum og harðparket á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, meðfram sturtu og við handlaug og þvottavéla aðstöðu. Innrétting með handlaug og gott skápapláss. Spegill þar fyrir ofan. Innrétting með skúffum og tengi og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara þar fyrir ofan. Sturta og sturtugler ásamt opnanlegum glugga og upphengdu salerni.
Sér geymsla í kjallara ásamt sameiginlegri hjól- og vagnageymslu.
Allar nánari upplýsingar gefur: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli í sima
661-6056 eða gulli@remax.is, löggiltur fasteignasali hjá RE/MAX
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0.5% - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.-