Domusnova og Vilborg kynna nýtt á einkasölu:Falleg og björt 2ja herbergja íbúð að Sunnusmára 22, Kópavogi ásamt stæði í bílageymslu.
Íbúðin er 55,8 fermetrar, þ.a. er geymsla 3,7 fm.
Íbúðin er á 2. hæð. Lyfta er í húsinu.
Fasteignamat næsta árs er 49.200.000.Lýsing eignar:Forstofa með fatahengi og parketi á gólfi
Stofa með útgengi á svalir og parket á gólfi.
Eldhús og stofa eru í opnu rými með parketi á gólfi.
Eldhús með innbyggðri uppþvottavél og ísskáp. Tæki frá Electrolux. Innréttingar frá Parka. Vifta innbyggð frá Eirvík.
Svefnherbergi með parketi á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi með flísum á gólfi og hluta af vegg. Sturta er með flísalögðu gólfi með vatnshalla að aflöngu niðurfallsrist upp við vegg. Sturta er afmörkuð með sturtu glervegg. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Upphengd salernisskál og vönduð hreinlætistæki frá Tengi ehf.
Hiti er í gólfi á baðherbergi. Hreinlætistæki eru frá Tengi.
Geymsla: Sér geymsla íbúðar er í kjallara.
Í sameign er merkt
sérstæði í bílastæðahúsi, möguleiki á að hlaða rafbíl, sérgeymsla og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Einnig er hleðslustöð opin öllum íbúum á sameiginlegu bílastæði við aðalinngang.
Öll þjónusta, verslanir og veitingahús í göngufæri.
GSM tengdur mynddyrasími.
Nánari upplýsingar veitir:Vilborg Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali / s.8918660 / vilborg@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.