Skráð 6. sept. 2022
Deila eign
Deila

Hagatún 1

Jörð/LóðNorðurland/Akureyri-604
Verð
11.000.000 kr.
Fasteignamat
3.160.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Fasteignanúmer
2517798
Húsgerð
Jörð/Lóð
Lóðarréttindi
Leigulóð
Matsstig
0 - Úthlutað
Hagatún 1 – byggingarlóð í landi Glæsibæjar – stærð lóðar  4.411 m²
 

Lóðin er leigulóð í fallegu og gróðursælu umhverfi í landi Glæsibæjar í Hörgársveit, að vestanverðu í Eyjafjariði um 8 km við Akureyri.  Lóðin er ein mest spennandi byggingarlóðin á svæðinu. Talsverður skógur er á lóðinni sem býður uppá skemmtilega möguleika við hönnun og veitir gott skjól. Lóðin stendur fremst í landinu áður en það fer að halla niður að sjó, svo að útsýni af lóðinni er mikið. Skipulag gerir ráð fyrir innakstri á lóðina að austanverðu en einnig hefur verið veitt heimild fyrir innakstri að norðanverðu. Búið er að hnita út lóðarmörk og byggingarreit en ekki er búið að hafa jarðvegsskipti, en talið er að um 1 – 2 m séu niður á fast, og efnislosun má fara frama á svæðinu, auk þess sem aðgangur er að malarnámu á jörðinni skv. samkomulagi við landeigendur.  Lagnir frá veitufyrirtækjum eru við lóðarmörk, heitt og kalt vatn frá Norðurorku, rafmagn frá Rarik, ljósleiðari frá Tengir. Fráveitulagnir verða við lóðarmörk en fráveitukerfið byggir á sameiginlegum rotþróm fyrir skólp en grávatnsdren skal útbúið á hverri lóð skv. skilmálum lóðarleigusamnings.  Tengigjöld eru þó ekki greidd.  Vegir að lóðarmörkum verða með bundnu slitlagi og lágstemmd götulýsing meðfram gangstéttum við vegi gangstéttar verða afmarkaðar með línum frá akleiðum – þ.e. gangstéttar verða ekki uppbyggðar.
 
Árleg lóðarleiga er um kr. 75.000.- tengt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar og innheimtist ársfjórðungslega.  Lóðarleiga er hugsuð sem leiga vegna lands og til viðhalds á innviðum s.s. viðhald á vegum og gangstéttum, viðhald og rekstur á götulýsingu, uppsetning og viðhald leiksvæða.  Fast gjald verður greitt fyrir snjómokstur skv. viðauka við lóðarleigusamninga.
Lóðarleigusamningurinn byggir á sambærilegum lóðarleigusamningum sveitarfélaga, með 90 ára gildistíma og sjálfvirkri framlengingu.
 
Byggingarskilmálar
Markmiðið er að hafa frelsi í byggingaskilmálum. Takmarkanir eru þó á hæð húsa og allar byggingar skulu grundaðar á fast og á steyptum grunnum. Leyfi er fyrir þremur byggingum á hverri lóð, einbýlishús að lágmarki 120 m² auk 2ja annarra bygginga að hámarki 80 m² hvort hús sem getur verið vinnustofa, gestahús, bílskúr osfrv. þó eru gripahús ekki leyfð.
Hámark leyfislegs byggingamagns á hverri lóð er 500 m².

Þó nokkur uppbygging er hafin á svæðinu og nokkur hús í byggingu og styttist í að flutt verði í fyrstu húsin.

 
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
SS
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Löggiltur fasteignasali
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache