Domusnova fasteignasala og Sverrir Sigurjónsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali kynna:Í einkasölu:
Nýtt sumarhús í landi Miðengis, við Kerið.
Húsið er byggt á steypta sökkla og er með steyptri plötu. Burðarvirki hússins er timbur og er það klætt með liggjandi smábáruáli, Báruál er á þaki.
Húsið stendur á 8.900 fm eignarlandi. Heimilt er skv. skipulagi að byggja allt að 40 fm aukahús á lóðinni
Að innan telur eignin:
Forstofu með vinylparketi á gólfi
Hol/gang með vinylparketi á gólfi og gólfhita.
Eldhús og stofu í einu stóru rými, vinylparket er á gólfi og loft upptekin. eldhúsinnrétting er hvít, með eyju og er frá Parka. Quartzsteinsborðplata er í eldhúsi.
Stór rennihurð er úr stigu og út á sólpall.
Svefnherbergi eru 3, öll með vinylparketi á gólfi og frekar rúmgóð.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, "walk in" sturta, upphengt WC, innrétting með handlaug og handklæðaofn. Gólfhiti er á baðharbergi
Þvottahús er með vinylparketi á gólfi. Í þvottahúsi er stór NIBE varmadæla frá Fríorku.
Geymsluloft er yfir svefnherbergisálmu.
Allar innréttingar, innihurðir og gólfefni eru frá Parka. allir sólbekkir eru úr Quartz steini frá Parka.
Lýsingin í húsinu er mjög vönduð og eru bæði innbyggð ljós með töfludimmerum og óbein lýsing.
Rúmgóð verönd með skjólveggjum er við húsið og er heitur pottur á veröndinni.
Umhverfið hússins er mjög falleg, mikið af birkigróðri og lyngi.
Tæplega 30 fermetra einangraður geymslugámur stendur við húsið
Húsið er einstaklega vel staðsett, þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, sundlaugar, golfvelli, veitingastaði ofl. Frábær staðsetning til að leigja húsið út til ferðamanna.
Nánari upplýsingar veitir:Sverrir Sigurjónsson löggiltur fasteignasali / s.662 4422 / sverrir@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.