ATH! Áður auglýst opið hús fellur niður þar sem eignin er seld.
Domusnova og Ingunn Björg kynna: Glæsilega og vel skipulagða töluvert mikið endurnýjaða 4. herbergja íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr í fallegu fjölbýlishúsi sem teiknað er af Sigvalda Thordarson arkitekt. Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla. Eignin skiptist í: Forstofu, 3 svefnherbergi, rúmgóða stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús og baðherbergi. Í sameign er sér geymsla. Frístandandi bílskúr fylgir eigninni. Að sögn seljanda hefur húsið fengið gott viðhald undanfarin ár: Íbúðin er töluvert endurbætt að innan og var öll máluð af fagaðila árið 2016. Á sama tíma var skipt um öll gólfefni fyrir utan votrými, fataskáp í forstofu, gerefti, rofa og tengla að hluta sem eru af vandaðir rofar frá Gira. Skipt var um glugga í stofu og settar upp vandaðar rafdrifnar gardínur frá Z brautir og gluggatjöld. Rafmagnstafla var einnig endurnýjuð.
Húsið sem er steinsteypt íbúðarhús, kjallari og fjórar hæðir hefur verið mikið endurbætt á síðustu árum. Fyrir nokkrum árum var lokið við viðamiklar utanhússviðgerðir þar sem húsið var múrviðgert , viðamiklar þakviðgerðir fóru fram 2021,skipt var um pappa, bárujárn og að timbur sem þörf var á. Verkið var framkvæmt af Eikarfelli ehf. Múrvigerðir á ytra byrði bílskúrs voru framkvæmdar ca 2020/ 21. Skólplagnir voru yfirfarnar ca árið 2018.
Inneign í hússjóð er eftirfarandi:
Samtals inneign: 4.676.658 kr. Þar af er hússjóður 1.640.883 kr og framkvæmdasjóður 3.035.775 kr. Eignin skiptist í: Forstofu, 3 svefnherbergi, rúmgóða stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús og baðherbergi. Í sameign er sér geymsla. Frístandandi bílskúr fylgir eigninni. Forstofa: Vandaður fataskápur sem nær upp í loft. Harðparket á gólfi.
Stofa / borðsstofa: Rúmgóð og björt, fallegt harðparket á gólfi. Skemmtilega hannaður panel veggur með þrívíddar útliti ásamt vegg með mjög fallegu og vönduðu veggfóðri. Rafdrifnar vandaðar gardínur frá Z brautir og gluggatjöld.
Eldhús: Nýleg hvít innrétting með viðarborðplötu. Ofn í vinnuhæð, helluborð, útdraganleg vifta. Ný uppþvottavél fylgir með, ísskápur fylgir einnig með. Harðparket á gólfi.
Þvottahús: Flísar á gólfi. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Hurð römmuð inn að utanverðu með fallegu gerefti.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart, harðparket á gólfi, innangengt í fataherbergi. Hurð römmuð inn að utanverðu með fallegu gerefti.
Barnaherbergi 1: Bjart, harðparket á gólfi. Fataslá úr trjágrein og hilla á vegg fylgir með. Hurð römmuð inn að utanverðu með fallegu gerefti.
Barnaherbergi 2: Bjart, harðparket á gólfi. Hurð römmuð inn að utanverðu með fallegu gerefti.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Nýleg innrétting ásamt vaski. Baðkar með sturtuþili. Hurð römmuð inn að utanverðu með fallegu gerefti.
Geymsla: Staðsett í sameign, 6,2 fm.
Bílskúr ( endabílskúr) er með rafmagni og nýlegri rafdrifinni bílskúrshurð. Skv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 132,3 fm. Þar af er geymsla 6,2 fm og bílskúr 20,6 fm.Eigandi naut aðstoðar við endurhönnun á hluta eignarinnar frá Hildi Árnadóttur innanhúshönnuði og Ágústi Gunnlaugssyni lýsingarhönnuði.Nánari upplýsingar veitir:Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / ingunn@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.