Skráð 31. okt. 2022
Deila eign
Deila

Túngata 18

EinbýlishúsNorðurland/Siglufjörður-580
180.4 m2
10 Herb.
3 Baðherb.
Verð
49.700.000 kr.
Fermetraverð
275.499 kr./m2
Fasteignamat
39.600.000 kr.
Brunabótamat
74.900.000 kr.
Byggt 1930
Útsýni
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2130964
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
St+timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Lóð
100
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala 

Túngata 18 - Siglufirði 

Um er að ræða 180 fm. einbýlishús á þremur hæðum, eignin skiptist í hæð og ris og er 6 herbergja en jarðhæðin er 3 herbergja ca. 70 fm. íbúð með sérinngangi sem er í útleigu og góðir tekjumöguleikar til staðar.
Eignin er mjög vel staðsett miðsvæðis á Siglufirði með glæsilegt útsýni til fjalla og út fjörðinn. Stórt og mikið bílastæði er sunnan við hús við hlið inngangs og eitt hellulagt bílastæði norðan við það og góður garður til austurs.  


Hæð og ris skiptist í forstofu, gang, stofu, borðstofu, baðherbergi, eldhús, geymslu, stigauppgöngu, gang, fjögur svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu. 

Forstofa er með flísar á gólfi og opnu fatahengi.
Gangur er með dúk á gólfi og þaðan er járnstigi með timburþrepum á ris. 
Borðstofa og stofa er í opnu rými með dúk á gólfi og glæsilegu útsýni til fjalla. 
Baðherbergi hæðarinnar er með flísar á gólfi, fibo-tresbo baðplötur á hluta veggja í kringum sturtuklefa og hvítar flísar í kringum vask og baðskáp. 
Eldhús er með dúk á gólfi, ljósri innréttingu með efri og neðri skápum sem eru rúmgóðir og stæði fyrir uppþvottavél.
Geymsla er við hlið eldhúss sem áður var þó nýtt sem sjónvarpsherbergi. 

Ris er með fjögur svefnherbergi, öll með dúk á gólfi. Úr einu þeirra er útgengt út á svalir til suðurs. Tvö þeirra eru að hluta undir súð. 
Baðherbergi hæðarinnar er með flísar á gólfi og veggjum að mestu, baðkar með sturtutækjum, hvíta innréttingu við hliðo vasks og stæði fyrir þvottavél og þurrkara. Opnanlegt fag er á baðherberginu sem er að hluta undir súð. 
Gangur er með dúk á gólfi og þaðan er lúga upp á loft. 

Íbúð á jarðhæð er með sérinngang á suðurhlið hússins. 
Forstofa er með parket á gólfi og fataskáp. 
Eldhús og stofa eru í opnu rými, þar er málað gólf, fín eldhúsinnrétting með ágætis skápaplássi. 
Svefnherbergi eru tvö, annað með parket, hitt með máluðu gólfi. Í báðum herbergjum eru skápar. 
Baðherbergi er með flísar á gólfi, sturtuklefa, innréttingu í kringum vsk og stæði fyrir þvottavél. 

Annað: 
Húsið var gert upp árið 2000, viðhald síðan þá er eftirfarandi:
2015: Baðherbergi í leiguíbúð gert upp og nýtt gólf steypt í leigu íbúð
2016: Allur steyptur hluti múraður
2017: Lóð jöfnuð og stórt bílaplan búið til
2018: Baðherbergi á miðhæð gert upp
2019: Svalir lagaðar
2020: Nýtt klóak rör frá húsi að lóðarmörkum og einstefnuloki settur á lóðarmörk
2021: Húsið full málað að utan

-Að sögn eiganda liggur fyrir leyfi fyrir því að byggja gestahús á lóðinni og búið er að leggja vatn og rafmagn út fyrir því 
-Leigutaki vill halda áfram að leigja íbúðina á jarðhæð
-Timburgólf er á milli hæða
-Úti tröppur þarfnast lagfæringa

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
berglind@byggd.is
olafur@byggd.is

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
03/09/201520.600.000 kr.21.300.000 kr.180.4 m2118.070 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2022
Mynd af Björn Guðmundsson
Björn Guðmundsson

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Brimnesbraut 35
Skoða eignina Brimnesbraut 35
Brimnesbraut 35
620 Dalvík
136.3 m2
Raðhús
524
378 þ.kr./m2
51.500.000 kr.
Skoða eignina Brimnesbraut 35
Skoða eignina Brimnesbraut 35
Brimnesbraut 35
620 Dalvík
137 m2
Raðhús
524
376 þ.kr./m2
51.500.000 kr.
Skoða eignina Sólbakki 0
Bílskúr
Skoða eignina Sólbakki 0
Sólbakki 0
641 Húsavík
138.4 m2
Einbýlishús
312
350 þ.kr./m2
48.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache