ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu: Vel staðsett, mikið endurnýjað parhús að Kjarrmóa 14, 260 Reykjanesbæ.
Góð og eftirsótt staðsetning. Þrjú svefnherbergi, bílskúr, sérþvottahús.
Eignin var mikið endurnýjuð árið 2020 á smekklegan hátt.
- Baðherbergi endurnýjað, lagnir ryðfríar, ný hurð sett svo aðgengilegt sé frá baðherbergi á verönd í heitan pott.
- Skolp í góðu standi
- Útieldhúsi viðbætt
- Eldhús endurnýjað
- Innfelld lýsing
- Gólf flotað og gólfefni endurnýjuð allsstaðar að frátöldu þvottahúsi og bílskúr
- Gluggalistar og þéttigúmmí endurnýjað 2021
- Þak, þakkantur, hús og pallur málað 2022
Nánari lýsing
Anddyri: Nýlegar, gráar flísar á gólfi. Rúmgóður, fataskápur til lofts. Gengið beint inn í sjónvarpshol.
Stjónvarpshol: Nýlegt parket á gólfi, opið rými samhliða borðstofu.
Stofa/borðstofa: Opið rými, nýlegt parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Nýlegt parket á gólfi, góður fataskápur til lofts.
Barnaherbergin eru tvö, bæði með skápum til lofts og nýlegu parketi á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt hólf í gólf. Gráar, nýlegar flísar. Sturtugler nýlegt frá Íspan, hert, reyklitað. Nýleg, góð sérsmíðuð innrétting, upphengt salerni, handklæðaofn.
Eldhús: Nýlegt parket á gólfi, falleg sérsmíðuð innrétting til lofts, svört. Heimilistæki innbyggð, góður tækjaskápur. Gengið er í þvottahús frá eldhúsi.
Þvottahús: Flísar á gólfi, innrétting hvít. Gert er ráð fyrir bæði þvottavél og þurrkara í innréttingu. Innangengt í bílskúr frá þvottahúsi.
Bílskúr: Bílskúrshurð með rafmagni, geymsluloft.
Pallur niðurgrafinn, heitur pottur með sírennsli og hitastýringu.
Nánari upplýsingar veitir Ásta María lgf. í síma 847-5746 eða á netfanginu asta@allt.is
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ
Víkurbraut 62, 240 Grindavík
Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:
Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.500.
Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir, er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.