Skráð 27. júlí 2022
Deila eign
Deila

Strandgata 44-46

Atvinnuhúsn.Vestfirðir/Tálknafjörður-460
394.7 m2
6 Herb.
2 Baðherb.
Verð
45.000.000 kr.
Fermetraverð
114.011 kr./m2
Fasteignamat
13.560.000 kr.
Brunabótamat
77.750.000 kr.
Byggt 1975
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2124487
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Stál
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Sagt í lagi
Raflagnir
Sagt í lagi
Frárennslislagnir
Sagt í lagi
Gluggar / Gler
í lagi
Þak
Endurnýjað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Nei
Lóð
0
Upphitun
Rafmagnskynding
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Kælirinn er eitthvað bilaður.
Stórt og mikið iðnaðarhúsnæði við Strandgötu 44-46 með mikla möguleika, húsið er vel staðsett á Tálknafirði.
 
Í dag er Villimey með starfsemi sína í helmingi hússins en í hinum helmingnum var skoðunarstöð Frumherja starfrækt um árabil.
 
* 2000 fm lóð er undir húsinu, þar af er húsið sjálft 394,7 fm að gólffleti.
* Húsnæðið er á einu fastanúmeri en lítið mál er að skipta eigninni upp í tvær til þrjár aðskildar einingar.
* Sitthvor rafmagnstaflan er í hvoru bili fyrir sig
* 6 rúmgóð herbergi/skrifstofur eru á efri hæð hússins þeim megin sem Villimey er.
* Stór innbyggður kælir er Villimeyjar megin.
* Þak var endurnýjað árin 2007-2008.
* 3 innkeyrsluhurðir eru í húsnæðinu.


 
Lýsing á eigninni;
Hér er um að ræða stórt og mikið iðnaðarhúsnæði við Strangötu 44-46 á Tálknafirði, húsið er byggt árið 1975.
Tilvalið er að skipta húsnæðinu upp í sitthvort rýmið með tveimur fastanúmerum.
Í dag er Villimey starfrækt með sína starfsemi hægra megin í húsinu. Á neðri hæðinni er fyrst gengið inn í snyrtilega móttöku, þaðan er gengið inn í tvö rými
sem nýtt eru undir pökkun á vörum, þaðan er hægt að ganga út á baklóð. Rúmgóður innbyggður kælir er í stærri salnum, þar er nýleg aksturshurð.
Inn af salnum er minna rými sem einnig er með aksturshurð. Hægt er að ganga upp á efri hæð hússins á tveimur stöðum, þar er búið að stúka niður sex rúmgóðar skrifstofur/herbergi á efri hæðinni ásamt salerni.

Í vinstri endanum er sér rými með sér rafmagnstöflu. Þetta rými væri tilvalið undir bílaverkstæði eða hvers kyns rekstur. Þar er stór innkeyrsluhurð, vegleg gryfja sem hægt er að ganga ofan í með góðu móti, tilbúin afgreiðsla, biðstofa og salerni. Það er allt klárt!
Þrjár varmadælur eru í húsnæðinu til að auðvelda upphitun á því.

Húsið stendur á 2000 fm lóð, bílaplanið er malbikað fyrir framan húsið og í dag er stór hluti af baklóðinni nýtt undir ræktun fyrir Villimey.
Hér er um að ræða einstakt húsnæði með frábæru útsýni, næg bílastæði fyrir framan hús, stór baklóð ( ca 1,600 fm) og húsnæðið sjálft er í fínu standi.

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Steinunn Sigmundsdóttir
Steinunn Sigmundsdóttir
Fasteignasali
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache