Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Austurbyggð 13
Mjög skemmtileg fimm herbergja sérhæð sem er mikið endurnýjuð, eignin er frábærlega staðsett og í sérflokki.
Komið er inn í forstofu sem er flísalögð, þar er fataskápur og góð innrétting. Innaf forstofu er herbergi sem er parketlagt. Úr forstofu er komið inn á gang sem einnig er flísalagður. Eldhús er nýtt, vönduð sérsmíðuð eikarinnrétting, vönduð AEG tæki, ljósar granít borðplötur og eins í gluggakistu, gólf er flísalagt. Stofa er rúmgóð, gólf er parketlagt. Á hæðinni er snyrting sem er flíslalögð með gólfhita, þar er góð innrétting, vönduð tæki, granít á borði. Vinnuherbergi er innst á gangi, þar er gluggi og skápur með rennihurðum, þar er góð rennihurð sem skilur að kjallararýmið og hæðina. Í kjallara er sérinngangur út í garð, þar er þvottahús með innréttingu og vaski, inntaksrými og geymsla. Kjallari og stigi niður í kjallara er flísalagt.
Á efri hæð eignarinnar eru þrjú svefnherbergi auk baðherbergis. Parket er á gólfum herbergjanna en baðherbergi og gangur flísalagt. Hiti er í baðherbergisgólfi, á baði er góð innrétting, nuddbaðkar og góð sturta, granít á borði, innbyggt útvarp. Af gangi efri hæðar er gengið út á svalir sem eru yfir stofu, eigandi hefur borið silanhúð á svalagólfið ca. annað hvert ár. nýlega var skipt um þakrennur. Árið 2020 var yfirborð þaks á svölum endurnýjað, og settur rafmagnsstrengur í nýja þakrennu. Einnig var stétt við húsið lagfærð. Frárennsli hefur verið lagfært, settur nýr brunnur og lögn endurnýjuð út í Þórunnarstræti.
Árið 2015 var ráðist í viðamiklar endurbætur á eigninni sem m.a. fólu í sér endurnýjun hluta gólfefna, innréttinga og rafmagns. Hiti var lagður í öll flísalögð gólf á miðhæð og efri hæð, eldhús og bæði baðherbergi endurnýjuð, stigaþrep upp á efri hæð endurnýjuð og stigi niður í kjallara flísalagður. Sömu flísar eru á gólfum mið- og efri hæðar og á stiga niður í kjallara. Innbyggt útvarp var sett í eldhús og á baðherbergi efri hæðar, skynjarí í ljós á snyrtingu. Skipt um loftaklæðningu á efri hæð, fataskápar endurnýjaðir, led lýsing í kverkum og víðar. Þessar endurbætur hafa tekist mjög vel.
Annað:
-Eigninni fylgir forkaupsréttur á íbúð á neðri hæð eignarinnar, bílskúrsréttur og bílastæði norðan við hús. Þá fylgir íbúðinni geymsluskúr á lóð, en hún er að öðru leyti óskipt sameiginleg.
-Þetta er einstaklega sjarmerandi og góð eign á besta stað á Brekkunni, stutt er í alla skóla, íþróttamannvirki, verslanir og samgönguleiðir.
-Húsið er teiknað af Jóni Geir Ágústssyni smiði og byggingarfræðingi, sem áratugum saman var byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Eftir hann liggja teikningar af mörgum húsum í bænum og víðar og þar á meðal opinberar byggingar. Húsið er í módernískum stíl, tvílyft að hluta en stofan gengur til suðurs með svölum yfir. Innan dyra er stigi í opnu rými sem er höfuðprýði hússins.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
berglind@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955