Skráð 25. júlí 2022
Deila eign
Deila

Furugrund 81

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
78.1 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
59.800.000 kr.
Fermetraverð
765.685 kr./m2
Fasteignamat
42.150.000 kr.
Brunabótamat
32.100.000 kr.
Byggt 1979
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2060992
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
4
Hæðar í húsi
4
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upprunalegar lagnirr
Gluggar / Gler
Í lagi.
Þak
Yfirfarið f. nokkrum árum.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
1
Lóð
8,04
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Sprunga í innvegg sem hefur verið kýttað upp í og málað.  Engin staðfest skýring en álitið að þetta hafi komið í jarðskjálfta fyrir nokkrum árum.
MIKIL EFTIRSPURN ER EFTIR EIGNUM Í ÞESSUM STÆRÐARFLOKKI.... SELJENDUR ENDILEGA HAFIÐ SAMBAND.
Kristín Einars. lgf. og DOMUSNOVA kynna: Virkilega falleg þriggja herbergja endaíbúð á 4 hæð neðst við Fossvoginn að Furugrund 81 með stórum og skjólgóðum suðursvölum.  Þvottahús innan íbúðar. 
Birt stærð samkvæmt Þjóðskrá eru 78,1 fm. ca. 5 fm geymsla á neðstu hæð er óskráð og því ekki inn í fermetratölu.

Húsið að utan var allt viðgert og málað árið 2019 og þá voru gler og opnanleg fög skipt út þar sem þörf var á.
Þakjárn var á sama tíma yfirfarið og málað.  Sameign er öll mjög snyrtileg.
Klóaklagnir og drenlagnir voru myndaðar árið 2019 og voru þá í lagi.
Sameignin er snyrtileg sameign og vel umgengin. Dyrabjöllukerfi nýlega endurnýjað.


Lýsing eignar:  
Forstofa/Hol: Parket á gólfi og innfelldir skápar. 
Gangur: Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Rúmgóð með gluggum á tveimur hliðum. Útgengt á stórar suðursvalir. Parket á gólfi.
Eldhús: Innrétting beggja megin, nýlega sprautulakkaðar skápahurðir, borðkrókur við glugga.
Uppþvottavél og ísskápur geta fylgt með kaupunum.
Þvottahús inn af eldhúsi. Lokað af með harmoníkkuhurð. Vinnuborð með vaski, skápur og vegghillur. Opnanlegur gluggi.
Hjónaherbergi: Innfelldir fataskápar sem ná upp í loft. 
Barnaherbergi: Parket á gólfi. 
Baðherbergi: Nýlegt baðkar með sturtu, hvít innrétting og skápur. Flísar á gólfi
Geymsla: Sér í sameign ca.5 fm.(óskráð)
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á veðursælum stað innst í Furugrund og alveg við Fossvogsdalinn þaðan er stutt í leikskóla, skóla, fallegt útivistarsvæði, íþróttasvæði HK o.fl.  

Nánari upplýsingar veitir:
Kristín Einarsdóttir löggiltur fasteignasali / s.894 3003 / kristin@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
09/04/201935.750.000 kr.38.000.000 kr.78.1 m2486.555 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2022
Mynd af Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir
Löggiltur Fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Engihjalli 19
Skoða eignina Engihjalli 19
Engihjalli 19
200 Kópavogur
98 m2
Fjölbýlishús
514
601 þ.kr./m2
58.900.000 kr.
Skoða eignina Sunnusmári 28
 18. ágúst kl 16:30-17:00
Skoða eignina Sunnusmári 28
Sunnusmári 28
201 Kópavogur
64.9 m2
Fjölbýlishús
211
886 þ.kr./m2
57.500.000 kr.
Skoða eignina Boðaþing 10
Skoða eignina Boðaþing 10
Boðaþing 10
203 Kópavogur
89 m2
Fjölbýlishús
211
673 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Akurhvarf (bílskýli) 3
Akurhvarf (bílskýli) 3
203 Kópavogur
77.8 m2
Fjölbýlishús
21
769 þ.kr./m2
59.800.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache